Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 06. desember 2023 15:30
Elvar Geir Magnússon
Walcott: Meistarabragur á Arsenal
Declan Rice skoraði sigurmarkið þegar uppgefinn uppbótartími var liðinn.
Declan Rice skoraði sigurmarkið þegar uppgefinn uppbótartími var liðinn.
Mynd: EPA
Arsenal vann 4-3 útisigur á Luton í hreint geggjuðum fótboltaleik í gær. Declan Rice skoraði sigurmarkið á Kenilworth Road þegar uppgefinn uppbótartími var liðinn.

Alvöru karakter hjá Arsenal sem gafst ekki upp eftir að hafa lent 3-2 undir. Theo Walcott, fyrrum leikmaður Arsenal, segir meistarabrag á liðinu.

„Það var fallegt að sjá þetta. Það eru margir leikir framundan, erfið leikjadagskrá fyrir Arsenal. Nú þurfa önnur lið að elta Arsenal, þetta er öðruvísi staða fyrir liðið,“ segir Walcott við BBC.

Arsenal er komið með fimm stiga forystu á toppnum en Manchester City á leik gegn Aston Villa í kvöld, á sama tíma og Liverpool leikur gegn Sheffield United.

„Lið munu óttast Arsenal því það er meistarabragur á liðinu. Það eru vonbrigði að fá á sig þrjú mörk, þeir eru brothættir í föstum leikatriðum. Mörkin sem þeir skora eru hinsvegar að koma úr öllum áttum. Ég er virkilega ánægður stuðningsmaður."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner