Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   fös 06. desember 2024 08:30
Elvar Geir Magnússon
Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool
Powerade
Alexander Isak er frábær sóknarmaður.
Alexander Isak er frábær sóknarmaður.
Mynd: EPA
Liverpool hefur áhuga á Sane.
Liverpool hefur áhuga á Sane.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Graham Potter.
Graham Potter.
Mynd: Getty Images
 Fabio Vieira.
Fabio Vieira.
Mynd: Getty Images
Skiljanlega er Alexander Isak eftirsóttur, Liverpool skoðar leikmenn og Graham Potter gæti snúið aftur í stjórastól í ensku úrvalsdeildinni. Hér er föstudagsslúðrið. Eigið góða helgi og gangið rösklega inn um gleðinnar dyr.

Arsenal og Chelsea eru bæði að sækjast eftir framherja og Lundúnafélögin tvö eru með svipaðan óskalista, þar á meðal er hinn sænski Alexander Isak (25), sóknarmaður Newcastle United. (Caught Offside)

Manchester United hefur einnig gert kaup á framherja að forgangsverkefni sínu í janúarglugganum. (Mirror)

Liverpool er í sambandi við Bayer Leverkusen vegna áhuga á hollenska hægri bakverðinum Jeremie Frimpong (23). (Caught Offside)

Liverpool hefur áhuga á georgíska kantmanninum Khvicha Kvaratskhelia (23) hjá Napoli. (Give Me Sport)

Liverpool fylgist líka með Leroy Sane (28), þýska kantmanninum sem gæti verið seldur frá Bayern München. (Fichajes - á spænsku)

Graham Potter, fyrrum stjóri Chelsea og Brighton, hefur verið orðaður við bæði Wolves og West Ham. (Talksport)

Edin Terzic, fyrrum stjóri Borussia Dortmund, verður ekki nýr stjóri West Ham ef Lopetegui verður leystur frá störfum. Kasper Hjulmand, fyrrverandi landsliðsþjálfari Danmerkur, er í baráttunni. (Florian Plettenberg)

Fyrrverandi stjóri West Ham, David Moyes, er meðal þeirra sem keppa um stjórastarf Wolves ef Gary O'Neil verður rekinn. Rob Edwards, stjóri Luton, kemur líka til greina en hann er í miklum metum hjá Úlfunum þar sem hann var í fjögur ár sem leikmaður. (Telegraph)

Viðræður Bayern München um framlengingu á samningi við kanadíska landsliðsmanninn Alphonso Davies (24) eru komnar á gott skrið. Manchester United hefur áhuga á Davies. (Florian Plettenberg)

Manchester United er á eftir Chelsea í kapphlaupinu um Patrick Dorgu (20), danskan vinstri bakvörð Lecce. (Teamtalk)

Manchester City mun leyfa belgíska miðjumanninum Kevin De Bruyne (33) að ganga til liðs við eitt af systurfélögunum í City Football Group þegar hann fer. (Telegraph)

David Beckham vill fá De Bruyne til Inter Miami. (Mirror)

Roma vill fá framherjann Beto (26) og miðjumanninn Abdoulaye Doucoure (31) frá Everton. (Gazzetta dello Sport)

Liverpool er fullvisst um að franski varnarmaðurinn Ibrahima Konate (25) muni skrifa undir nýjan samning við félagið eftir því sem viðræður um nýjan samning halda áfram. (Fabrizio Romano)

Juventus og Marseille hafa áhuga á að fá Benoit Badiashile (23), franskan varnarmann Chelsea. (Caught Offside)

Chelsea hefur haft samband við Benfica vegna áhuga á portúgalska miðverðinum Tomas Araujo (22) og Lundúnafélagið er tilbúið að láta franska varnarmanninn Axel Disasi (26) fara í janúar. (Teamtalk)

Langtímaframtíð Fabio Vieira (24) hjá Arsenal er í óvissu þar sem Arsenal er tilbúið að hlusta á tilboð í þennan portúgalska miðjumann, sem er í láni hjá Porto. (Mail)

Brighton og Southampton eru að fylgjast með táningnum Lennon Miller (18) hjá Motherwell. Liverpool og Newcastle hafa líka sýnt skoska U21 landsliðsmanninum áhuga. (Mail)

Deco, yfirmaður fótboltamála hjá Barcelona, hefur fundað með fulltrúum þýska varnarmannsins Jonathan Tah (28) sem verður samningslaus hjá Bayer Leverkusen næsta sumar. (Mundo Deportivo)
Athugasemdir
banner
banner
banner