Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. janúar 2020 19:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Því slegið upp að Ragnar sé búinn að semja við Gaziantep
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og við greindum frá fyrr í dag þá er Ragnar Sigurðsson með tilboð frá FC Kaupmannahöfn í Danmörku.

Landsliðsmiðvörðurinn spilaði með FCK við góðan orðstír á árunum 2011 til 2014 en hann er í miklum metum hjá félaginu.

Hinn 33 ára gamli Ragnar samdi um starfslok hjá Rostov í Rússlandi á dögunum og hann er nú að skoða næstu skref.

Íslendingavaktin vekur athygli á því að Ragnar hafi úr nokkrum tilboðum að velja og sé hann með tvö tilboð frá Tyrklandi.

Að sögn tyrkneskra fjölmiðla þá er Ragnar að ræða við tyrkneska félagið Trabzonspor. Þá slær Sporcope í Tyrklandi því upp að hann sé búinn að semja við Gaziantep, sem er í níundu sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar.

Sporcope vitnar í staðarmiðla í Gaziantep og segir að Ragnar muni fá 600 þúsund evrur í árslaun frá Gaziantep, sem er nýliði í tyrknesku úrvalsdeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner