Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   fim 07. janúar 2021 18:00
Elvar Geir Magnússon
Caglar Söyuncu laus við meiðslin
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, sagði á fréttamannafundi í dag að Caglar Söyuncu sé laus við meiðslin og tilbúinn að spila.

Tyrkneski miðvörðurinn kom inn í lokin gegn Newcastle síðasta sunnudag og gekk endurkoman vel.

Söyuncu hefur verið að glíma við nárameiðsli. Hann var frá í tvo mánuði áður en hann náði endurkomu í Evrópudeildarleik í desember. Meiðslin tóku sig hinsvegar upp aftur í leiknum.

Söyuncu er 24 ára tyrkneskur landsliðsmaður og er lykilmaður í liði Leicester.
Athugasemdir
banner