Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 07. janúar 2021 09:32
Magnús Már Einarsson
Manchester City vonast eftir Messi - Rojo á leið til Argentínu
Powerade
Hvað gerir Messi í sumar?
Hvað gerir Messi í sumar?
Mynd: Getty Images
Marcos Rojo er á leið til Boca Juniors.
Marcos Rojo er á leið til Boca Juniors.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í góðum gír í dag. Kíkjum á slúðrið frá þeim.



Agusti Benedito, forsetaframbjóðandi hjá Barcelona, segist ekki reikna með að Lionel Messi (33) geri nýjan samning við félagið. Messi verður samningslaus í júní. (Goal)

Manchester City er í bílstjórasætinu í baráttunni um Messi ef hann ákveður að yfirgefa Barcelona. (Telegraph)

Barcelona er að íhuga að kaupa lið í MLS deildinni til að sannfæra Messi um að framlengja samning sinn. Messi gæti síðan farið í bandaríska liðið síðar en draumur hans er að spila þar í landi einn daginn. (AS)

Aston Villa ætlar að hafna tilboðum í Jack Grealish (25) í þessum mánuði en stór félög hafa sýnt honum áhuga. (Mail)

Everton reiknar með tilboði frá PSG í framherjann Moise Kean (20) en hann hefur staðið sig vel á láni hjá frönsku meisturunum. (Liverpool Echo)

Mesut Özil hefur verið orðaður við Fenerbahce en umboðsmaður hans segir að framtíð leikmannsins skýrist fljótlega. Özil vill helst vera áfram hjá Arsenal þar til samningur hans rennur út í sumar. (ESPN)

Marcos Rojo (30) hefur samþykkt tveggja ára samning hjá Boca Juniors. Argentínska félagið vill fá varnarmanninn frítt frá Manchester United og viðræður standa nú yfir. (ESPN)

Samningaviðræður Liverpool og Gini Wijnaldum (30) hafa siglt í strand. (Sky Sports)

Tottenham vonast til að Son Heung-min (28) muni gera nýjan samning. (Telegraph)

WBA er í viðræðum um að fá Robert Snodgrass (33) kantmann West Ham. (Sky Sports)

Fikayo Tomori (23) varnarmaður Chelsea mun væntanlega ekki fara neitt í janúar eftir að Andreas Christensen meiddist á hné. Tomori verður því að vera til staðar hjá Chelsea. (Sun)

Marcus Rashford (23) framherji Manchester United er dýrmætasti leikmaður heims í dag en hann er metinn á 150 milljónir punda samkvæmt rannsókn sem gerð var á dögunum. (CIES Football Observatory)

West Ham og Wolves eru að berjast um Lassina Traore (19) farmherja Ajax. (Sun)

Middlesbrough, Stoke og Swansea vilja öll fá Jack Clarke (20) kantmann Tottenham á láni. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner