Daily Mail fjallar um það í dag að Matheus Cunha, sóknarmaður Wolves, sé nú með riftunarverð í samningi sínum.
Hann skrifaði í síðustu viku undir nýjan samning sem gildir til ársins 2029.
Hann skrifaði í síðustu viku undir nýjan samning sem gildir til ársins 2029.
Í samningnum er klásúla um riftunarverð sem gerir Cunha kleift að fara ef félag borgar þá upphæð. Sú upphæð sem um ræðir er 62 milljónir punda.
Riftunarverðið verður virkt næsta sumar þegar félagaskiptaglugginn opnar.
Cunha hefur verið besti leikmaður Wolves á tímabilinu og var hann orðaður við Arsenal, Aston Villa og Nottingham Forest núna í janúarglugganum.
Athugasemdir