Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
banner
   fös 07. febrúar 2025 20:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikarinn: ÍR lagði FH í Skessunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH 0 - 1 ÍR
0-1 Bergvin Fannar Helgason ('37 )
Rautt spjald: ,Óttar Uni Steinbjörnsson , FH ('84)Böðvar Böðvarsson , FH ('90)

FH fékk ÍR í heimsókn í Skessuna í Lengjubikarnum í kvöld.

ÍR gerði frábæra hluti síðasta sumar þegar liðið komst í umspil um sæti í Bestu deildinni sem nýliðar í Lengjudeildinni. Liðið tapaði hins vegar gegn Keflavík. FH endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar.

Það var hins vegar Lengjudeildarliðið sem hafði betur í kvöld en Bergvin Fannar Helgason skoraði sigurmarkið. FH var manni færri síðustu mínúturnar þegar Óttar Uni Steinbjörnsson fékk að líta rauða spjaldið og Böðvar Böðvarsson fékk einnig rautt í uppbótatíma.

Næsti leikur FH í keppninni er gegn Aftureldingu í Skessunni föstudaginn 14. febrúar en ÍR mætir Víking laugaradginn 15. febrúar í Egilshöll.

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 3
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 1 1 0 0 2 - 0 +2 3
2.    ÍR 1 1 0 0 1 - 0 +1 3
3.    Afturelding 0 0 0 0 0 - 0 0 0
4.    Þór 0 0 0 0 0 - 0 0 0
5.    FH 1 0 0 1 0 - 1 -1 0
6.    HK 1 0 0 1 0 - 2 -2 0
Athugasemdir
banner
banner