Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 07. mars 2021 14:45
Aksentije Milisic
Varane verður seldur í sumar skrifi hann ekki undir nýjan samning
Raphael Varane, varnarmaður Real Madrid, verður seldur frá félaginu ef hann skrifar ekki undir nýjan samning.

Real veit að það verður erfitt að fylla í hans skarð en félagið vill ekki missa leikmanninn frítt á næsta ári.

Varane, sem verður 28 ára á næstunni, kom til Real árið 2011 og hefur spilað í hjarta varnarinnar með Sergio Ramos. Saman hafa þeir unnið fullt af titlum.

Samningur hans rennur út á næsta ári og því hefur Real sagt leikmanninum það að ekki sé í boði að hann verði hjá Real á næsta ári, án þess að framlengja núverandi samning.

Félagið hefur mikið verið orðað við Kylian Mbappe og Erling Braut Haaland. Ljóst er að ef Varane verður seldur í sumar þá koma inn aurar fyrir annan af þessum tveimur frábæru leikmönnum.
Athugasemdir
banner