Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   fös 07. mars 2025 15:03
Elvar Geir Magnússon
Í skoðun að vera með 64 liða HM 2030
Mynd: EPA
FIFA íhugar að fjölga keppnisþjóðum á HM 2030 í 64 lið í tilefni þess að þá mun heimsmeistaramótið fagna 100 ára afmæli.

Ef af þessum hugmyndum verður þá mun rúmlega fjórðungur aðildarlanda FIFA taka þátt í mótinu en þau er 211.

Rætt var um hugmyndina á fundi FIFA á miðvikudag. Þáttökuliðum hefur þegar verið fjölgað úr 32 í 48 fyrir mótið á næsta ári.

Mótið 2030 verður haldið í þremur löndum - Spáni, Portúgal og Marokkó - en að auki verða þrír leikir í Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ til að halda upp á að 100 ár verða liðin frá fyrsta mótinu. Það mót var haldið í Úrúgvæ og voru það heimamenn sem báru sigur úr býtum eftir úrslitaleik við Argentínu.

Gianni Infantino, forseti FIFA, segir að hugmyndin um 64 liða afmælismót hafi verið lögð fram og sé í nánari skoðun.
Athugasemdir
banner
banner