Það eru fjórir leikir sem hefjast samtímis í kvöld í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.
Frændur okkar í Danmörku eiga mikilvægan heimaleik við Grikkland og gera heimamenn tvær breytingar. Brian Riemer þjálfari breytir einnig um leikkerfi frá stórsigrinum gegn Belarús fyrir helgi.
Joakim Mæhle kemur inn í vinstri bakvörðinn fyrir Patrick Dorgu og þá tekur Christian Nörgaard leikmaður Arsenal byrjunarliðssætið af Pierre-Emile Höjbjerg á miðjunni. Höjbjerg er í leikbanni vegna uppsafnaðra gulra spjalda.
Grikkir gera fjórar breytingar frá 3-1 tapi gegn Skotlandi í síðustu umferð. Odysseas Vlachodimos kemur inn á milli stanganna og þá fer Lazaros Rota í hægri bakvarðarstöðuna. Konstantinos Karetsas kemur inn á miðjuna og að lokum tekur Fotis Ioannidis framherjastöðuna.
Ioannidis tekur byrjunarliðssætið af Vangelis Pavlidis en þessir tveir framherjar etja kappi í portúgalska boltanum, þar sem Pavlidis er fastamaður í byrjunarliði Benfica á meðan Ioannidis er í baráttu um byrjunarliðssæti hjá Sporting.
Þetta er mikilvægur slagur þar sem Danir geta slegið Grikkland úr leik með sigri. Danir eru í baráttu við Skotland um toppsæti C-riðils.
Rúmenía spilar þá mikilvægan slag við Austurríki, þar sem Rúmenar þurfa á sigri að halda í baráttunni um annað sætið á meðan Austurríkismenn eru svo gott sem öruggir á toppnum.
Mircea Lucescu er áttræður þjálfari Rúmeníu og gerir hann hvorki meira né minna en sjö breytingar á byrjunarliðinu sem gerði jafntefli við Kýpur í landsleikjaglugganum í september.
Ralf Rangnick er landsliðsþjálfari Austurríkis og gerir hann fjórar breytingar á byrjunarliðinu sem rúllaði yfir San Marínó fyrir helgi. Alexander Schlager kemur í markið og þá koma nafnarnir Phillipp Mwene og Philipp Lienhart inn í varnarlínuna og Christoph Baumgartner í sóknarlínuna.
Kevin Danso og Marko Arnautovic eru meðal þeirra sem setjast á bekkinn.
Að lokum mæta Króatía og Pólland til leiks í leiki sem eru skyldusigrar gegn Gíbraltar og Litháen.
Króatar breyta öllu byrjunarliðinu sínu frá síðustu umferð til að hvíla leikmenn á meðan Pólverjar gera aðeins eina breytingu á sínu byrjunarliði sem lagði Finnland að velli í síðasta landsleikjahléi. Nicola Zalewski er meiddur og dettur því úr hóp en Michal Skoras kemur inn í hans stað.
Danmörk: Schmeichel, Christensen, Andersen, Vestergaard, Mæhle, Froholdt, Nörgaard, Hjulmand, Isaksen, Damsgaard, Höjlund
Varamenn: Biereth, Dorgu, Dreyer, Eriksen, Frendrup, Gaaei, Hermansen, Högsberg, Jörgensen, O'Riley, Roerslev, Wind
Grikkland: Vlachodimos, Rota, Mavropanos, Koulierakis, Tsimikas, Bakasetas, Kourbelis, Zafeiris, Karetsas, Tzolis, Ioannidis
Varamenn: Douvikas, Giannoulis, Hatzidiakos, Konstantelias, Mandas, Mantalos, Masouras, Mouzakitis, Pavlidis, Slopis, Tzolakis, Vagiannidis
Rúmenía: Radu, Ratiu, Popescu, Burca, Chipciu, M.Marin, Dragomir, Hagi, Mihaila, Man, Birligea
Varamenn: Baiaram, Ciubotaru, Eissat, Ghita, R.Marin, Morutan, Munteanu, Sava, Screciu, Sut, Tanase, Tarnovanu
Austurríki: Schlager, Posch, Alaba, Lienhart, Mwene, Laimer, Seiwald, Schmid, Sabitzer, Baumgartner, Gregoritsch
Varamenn: Arnautovic, Danso, Florucz, Friedl, Grillitsch, Grull, Pentz, Polster, Prass, Querfeld, Schopf, Wurmbrand
Króatía: Kotarski, Mc.Pasalic, Pongracic, Erlic, Bradaric, Moro, Kovacic, Majer, Baturina, Fruk, Ivanovic
Varamenn: Budimir, Gvardiol, Ivusic, Jakic, Kramaric, Livakovic, Modric, Mi.Pasalic, Perisic, Smolcic, L.Sucic, P.Sucic
Pólland: Skorupski, Wisniewski, Bednarek, Kiwior, Cash, Slisz, Zielinski, Skoras, Szymanski, Kaminski, Lewandowski
Varamenn: Grabara, Grosicki, Kapustka, Kedziora, Kozlowski, Piatek, Piotrowski, Pyrka, Swiderski, Tobiasz, Wszolek, Ziolkowski
Athugasemdir