Man Utd í baráttuna um Wharton - Vilja ekki Tuchel í stað Amorim - Haaland til Real Madrid?
   sun 12. október 2025 19:26
Ívan Guðjón Baldursson
FIFA vill meina félögum að færa deildarleiki á milli heimsálfa
Mynd: EPA
Mynd: KSÍ
Mynd: EPA
Alþjóðafótboltasambandið FIFA er byrjað að endurskrifa reglur sínar til að koma í veg fyrir að evrópsk félög geti fært deildarleiki sína í aðrar heimsálfur.

Ítalska og spænska deildin eru báðar áhugasamar um að leika einhverja leiki erlendis til þess að auka áhorf og áhuga á deildinni á ákveðnum svæðum.

Skoðað hefur verið að leika í Bandaríkjunum, Mið-Austurlöndunum, Ástralíu og í Asíu þar sem eru stórir leikvangar og mikið af áhorfendum sem eru spenntir fyrir að horfa á deildarleiki evrópskra liða.

Þessi breyting myndi færa aukinn pening í kassa fótboltafélaga og deilda en stuðningsmenn og leikmenn á Ítalíu og Spáni eru alls ekki ánægðir með þessar fyrirhuguðu breytingar.

Þetta myndi hafa neikvæð áhrif á heilsu leikmanna að þurfa að ferðast í aðra heimsálfu til að spila deildarleik og er FIFA staðráðið í að koma í veg fyrir þetta.

UEFA hefur þegar gefið leyfi fyrir því að viðureign Villarreal gegn Barcelona verði leikin í Miami næsta desember og þá verður viðureign AC Milan gegn Como leikin í Perth í febrúar. Þetta þýðir að Villarreal og Milan munu missa af einum heimaleik á deildartímabilinu til að fá auknar tekjur í kassann.

Þegar stjórnendur UEFA voru spurðir út í málið bentu þeir á reglugerð FIFA sem var skrifuð árið 2014. Þar segir að FIFA geti ekkert gert til þess að stöðva það að deildarleikir fari fram í öðrum heimsálfum svo lengi sem réttum ferlum sé fylgt. Samkvæmt núverandi reglugerð þá mega félagslið spila deildarleiki sína í öðrum heimsálfum ef allir aðilar eru samþykkir. Í þessum tilfellum eru aðilarnir félagsliðin sjálf og svo fótboltasamböndin: það ítalska, spænska, bandaríska, ástralska, evrópska, norður-ameríska og asíska. Ekki FIFA.

Mikilvægt er að taka fram að einungis evrópsku fótboltasamböndin eru búin að samþykkja að þessir heimaleikir Villarreal og AC Milan verði leiknir í öðrum heimsálfum. Bandaríska, norður-ameríska, ástralska og asíska fótboltasambandið eiga eftir að gefa grænt ljós.

Með nýrri reglugerð ætlar FIFA að koma í veg fyrir að deildarleikir fótboltaliða verði leiknir í öðrum heimsálfum.
Athugasemdir
banner