Franska landsliðið æfði á Laugardalsvelli í kvöld, sólarhring áður en Ísland og Frakkland leika í undankeppni HM.
Haukur Gunnarsson, ljósmyndari Fótbolta.net, mætti með myndavélina á æfinguna og meðfylgjandi eru myndir frá honum.
Adrien Rabiot, miðjumaður AC Milan, tók ekki þátt í æfingunni en Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, segir að ekki sé tekin nein áhætta með Rabiot eftir að hann fékk högg á kálfann.
Rabiot var í líklegu byrjunarliði Frakklands sem Fótbolti.net birti í morgun en Eduardo Camavinga eða Khephren Thuram kemur væntanlega inn í byrjunarliðið ef hann er ekki klár í slaginn. Deschamps gaf ekkert upp um hvort Rabiot ætti möguleika á að spila á morgun.
Haukur Gunnarsson, ljósmyndari Fótbolta.net, mætti með myndavélina á æfinguna og meðfylgjandi eru myndir frá honum.
Adrien Rabiot, miðjumaður AC Milan, tók ekki þátt í æfingunni en Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, segir að ekki sé tekin nein áhætta með Rabiot eftir að hann fékk högg á kálfann.
Rabiot var í líklegu byrjunarliði Frakklands sem Fótbolti.net birti í morgun en Eduardo Camavinga eða Khephren Thuram kemur væntanlega inn í byrjunarliðið ef hann er ekki klár í slaginn. Deschamps gaf ekkert upp um hvort Rabiot ætti möguleika á að spila á morgun.
Það vantar nokkur stór nöfn í franska hópinn, þar á meðal sjálfan Kylian Mbappe sem er mættur aftur til Real Madrid eftir að hafa farið meiddur af velli gegn Aserbaídsjan. Eftir að hafa fylgst með hluta æfingarinnar í kvöld telja franskir fjölmiðlar að Jean-Philippe Mateta, sóknarmaður Crystal Palace, verði fremsti maður Frakka á morgun.
Líklegt byrjunarlið Frakka sem L'Equipe birti í kvöld:
Maignan (f) - Koundé, Saliba, Upamecano, Digne - Ma. Koné, Rabiot eða Camavinga - Akliouche eða Olise, Olise eða Thauvin, Nkunku - Mateta
Kylian Mbappe er ekki með Frökkum í leiknum svo markvörðurinn Mike Maignan verður með fyrirliðabandið.
Landslið karla - HM 2026
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|
Athugasemdir



