Man Utd í baráttuna um Wharton - Vilja ekki Tuchel í stað Amorim - Haaland til Real Madrid?
   sun 12. október 2025 18:57
Snæbjört Pálsdóttir
Bryndís Rut: Framtíðin óljós og trúlega horfa einhverjir leikmenn í kringum sig
Kvenaboltinn
Bryndís Rut Haraldsdóttir fyrirliði Tindastóls
Bryndís Rut Haraldsdóttir fyrirliði Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tindastóll sigraði lið FHL 5-2 í síðasta leik beggja liða í Bestu deildinni. Að því tilefni sendi fotbolti.net nokkrar spurningar á fyrirliða Tindastóls, Bryndísi Rut Haraldsdóttur. 

Þið endið tímabilið á sannfærandi sigri, 5-2 gegn FHL hvernig var að spila þennan leik og ljúka tímabilinu á þann hátt?

„Gott að enda mótið á jákvæðum sigri þrátt fyrir að við værum nú þegar fallnar. Eflaust skemmtilegir leikur að horfa á og bara gott að taka þennan sigur. Frábært að sjá leikmenn sem minna hafa spilað í sumar fá mínútur og standa sig ótrúlega vel!“


Lestu um leikinn: Tindastóll 5 -  2 FHL

Það er alltaf sérstakt þegar þjálfari kveður, hvernig hefur verið að hafa Donna með ykkur og hverju finnst þér hann hafa áorkað með liðið á síðustu árum?

„Donni hefur gert frábæra hluti fyrir félagið og höfum við Donni átt mjög gott samstarf, hann hefur hjálpað liðinu að fá meiri reynslu og gefið ungum leikmönnum tækifæri á að spila á hæsta leveli og þykir mér það frábært! Liðið hefur náð besta árangri í sögu Tindastóls undir hans stjórn!“

„Ef þú horfir yfir tímabilið, hvað finnst þér liðið hafa helst lært eða tekið framförum í?

„Liðið hefur fengið meiri reynslu og lært að takast á við allskonar áskoranir, við erum með frekar ungt lið sem hefur þurft að eiga við meiðsli og allskonar sem hefur verið krefjandi í sumar.“

Þú hefur verið lykilleikmaður og fyrirliði liðsins, hvernig metur þú andann og framtíðina hjá Tindastóli eftir þetta tímabil?

„Eins og er þá er að mínu mati mjög óljóst hver framtíðin er hjá kvenna liðinu. Það er einhvern veginn allt í lausu lofti því núna er liðið þjálfara laust og fallið niður um deild. Spurningin er bara hvað ætlar deildin að gera? Er stefnan sett á að koma liðinu aftur upp? Ég set bara mörg spurningamerki við hvað mun gerast. Ég gæti trúað því að einhverjir leikmenn muni horfa í kringum sig og sækjast í Bestu deildina og það skil ég vel! En núna tekur smá pása við og tíminn mun leiða í ljós hvað gerist.“


Athugasemdir