Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   sun 12. október 2025 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Wilshere kynntur í fyrramálið: „Here we go!"
Wilshere lék síðast fyrir AGF í danska boltanum fyrir þremur árum en lagði skóna á hilluna vegna tíðra meiðsla.
Wilshere lék síðast fyrir AGF í danska boltanum fyrir þremur árum en lagði skóna á hilluna vegna tíðra meiðsla.
Mynd: EPA
Fabrizio Romano hefur sett „here we go!" stimpilinn sinn á ráðningu á Jack Wilshere sem nýjum þjálfara Luton Town. Hann segir að Wilshere verður kynntur opinberlega sem nýr þjálfari aðalliðsins í fyrramálið.

Luton hefur farið niður um tvær deildir á tveimur árum og leikur í League One sem stendur. Þar er liðið um miðja deild með 16 stig eftir 11 fyrstu umferðirnar á nýju deildartímabili, sem þykir ekki viðunandi og þess vegna var Matt Bloomfield rekinn úr þjálfarastöðunni.

Wilshere er aðeins 33 ára gamall og verður þetta hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Hann stýrði Norwich City í tveimur leikjum á síðustu leiktíð sem bráðabirgðaþjálfari og vann liðið einn leik undir hans stjórn og gerði eitt jafntefli.

Wilshere var lykilmaður í skemmtilegu liði Arsenal á tíma sínum sem atvinnumaður í fótbolta en sífelld meiðslavandræði eyðilögðu ferilinn. Hann lék 34 landsleiki fyrir England og vann FA bikarinn tvisvar sinnum.

   11.10.2025 21:30
Wilshere líklegur til að taka við Luton

Stöðutaflan England England 1. deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Stockport 15 8 4 3 22 17 +5 28
2 Bradford 15 7 6 2 24 18 +6 27
3 Bolton 15 7 5 3 23 15 +8 26
4 Cardiff City 14 8 2 4 22 14 +8 26
5 Stevenage 13 8 2 3 18 11 +7 26
6 Cambridge City 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Lincoln City 15 7 4 4 18 14 +4 25
7 Wimbledon 15 8 1 6 19 20 -1 25
8 Mansfield Town 15 6 4 5 22 17 +5 22
9 Luton 14 7 1 6 18 15 +3 22
10 Huddersfield 14 7 1 6 21 19 +2 22
11 Barnsley 13 6 3 4 20 18 +2 21
12 Rotherham 15 6 3 6 18 18 0 21
13 Northampton 15 6 2 7 12 14 -2 20
14 Wycombe 15 5 4 6 22 17 +5 19
15 Burton 15 5 4 6 15 19 -4 19
16 Wigan 15 4 6 5 18 19 -1 18
17 Reading 15 4 6 5 16 19 -3 18
18 Doncaster Rovers 15 5 3 7 14 21 -7 18
19 Exeter 15 5 2 8 15 15 0 17
20 Leyton Orient 15 5 2 8 22 27 -5 17
21 Blackpool 15 4 3 8 16 23 -7 15
22 Peterboro 14 4 1 9 15 22 -7 13
23 Port Vale 15 3 4 8 11 19 -8 13
24 Plymouth 15 4 1 10 18 28 -10 13
Athugasemdir
banner
banner