Man Utd í baráttuna um Wharton - Vilja ekki Tuchel í stað Amorim - Haaland til Real Madrid?
   sun 12. október 2025 20:45
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM: Dýrmætir sigrar fyrir Dani og Rúmena
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fjórum síðustu leikjum kvöldsins er lokið í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM þar sem Danir unnu mikilvægan sigur á heimavelli gegn Grikklandi.

Rasmus Höjlund, Joachim Andersen og Mikkel Damsgaard skoruðu mörk Dana í fyrri hálfleik áður en Christos Tzolis minnkaði muninn fyrir gestina í síðari hálfleik.

Leikurinn var nokkuð jafn þrátt fyrir sigur Dana, en varnarmistök kostuðu Grikkina dýrt. Höjlund skoraði fyrsta mark leiksins þegar hann komst inn í skelfilega sendingu til baka frá Christos Zafeiris og tvöfaldaði Andersen forystuna með skalla eftir hornspyrnu á 40. mínútu.

Einni mínútu síðar skoraði Damsgaard eftir slæm varnarmistök hjá Konstantinos Koulierakis svo staðan var 3-0 í leikhlé.

Tzolis minnkaði muninn í síðari hálfleik en nær komust Grikkirnir ekki. Grikkland er dottið úr leik í undankeppninni með þessu tapi.

Danmörk og Skotland berjast um toppsæti C-riðils en Danir eru í betri stöðu þar eftir tvo sigra gegn Grikkjum. Skotar eiga eftir að spila í Grikklandi.

Skotland tekur svo á móti Danmörku í lokaumferðinni, sem gæti verið úrslitaleikur um toppsæti riðilsins.

Rúmenía vann þá frækinn sigur á Austurríki í H-riðli og mætir Bosníu í úrslitaleik um annað sætið í næsta landsleikjahléi. Virgil Ghita skoraði dramatískt sigurmark fyrir Rúmena á 95. mínútu leiksins eftir góðan undirbúning frá Ianis Hagi á hægri kantinum.

Sigurinn var verðskuldaður þar sem Rúmenar spiluðu góðan leik á heimavelli og voru sterkara liðið.

Austurríki var með fullt hús stiga fyrir þessa viðureign og er með tveggja stiga forystu þegar tvær umferðir eru eftir.

Á sama tíma skoruðu Sebastian Szymanski og Robert Lewandowski mörk Pólverja í sigri í Litháen. Pólland er í góðri stöðu í baráttunni um annað sæti G-riðils.

Að lokum gerðu Toni Fruk, Luka Sucic og Martin Erlic mörkin þegar Króatía lagði Gíbraltar að velli í L-riðli. Króatar mættu til leiks með varaliðið sitt gegn smáþjóðinni og eru aðeins einu stigi frá því að tryggja sér sæti á HM.

Danmörk 3 - 1 Grikkland
1-0 Rasmus Höjlund ('21 )
2-0 Joachim Andersen ('40 )
3-0 Mikkel Damsgaard ('41 )
3-1 Christos Tzolis ('63 )

Rúmenía 1 - 0 Austurríki
1-0 Virgil Ghita ('95)

Litháen 0 - 2 Pólland
0-1 Sebastian Szymanski ('15 )
0-2 Robert Lewandowski ('64 )

Króatía 3 - 0 Gíbraltar
1-0 Toni Fruk ('30 )
1-0 Lovro Majer ('57 , Misnotað víti)
2-0 Luka Sucic ('78 )
3-0 Martin Erlic ('96)
Athugasemdir
banner
banner