Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. apríl 2020 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Draumalið markadrottningarinnar Margrétar Láru
Margrét Lára og Sara Björk Gunnarsdóttir.
Margrét Lára og Sara Björk Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín Jónsdóttir er líklega fyrirliðinn í þessu liði.
Katrín Jónsdóttir er líklega fyrirliðinn í þessu liði.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, ræddi við Guðmund Benediktsson í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport í kvöld. Þar valdi Margrét Lára draumalið skipað leikmönnum sem hún spilaði með á ferlinum.

Margrét Lára lagði skóna á hilluna 33 ára gömul í nóvember síðastliðnum.

Margrét Lára skoraði 79 mörk í 124 landsleikjum á ferli sínum með íslenska landsliðinu. Á ferli sínum varð Margrét Lára fjórum sinnum Íslandsmeistari með Val og einu sinni bikarmeistari. Hún vann gullskóinn í efstu deild fjórum sinnum og hlaut nafnbótina Íþróttamaður ársins árið 2007.

Hún ólst upp hjá ÍBV en hún gekk í raðir Vals fyrir sumarið 2005. Margrét spilaði á ferlinum bæði með Kristianstad og Linköpings í Svíþjóð sem og með Duisburg og Turbine Potsdam í Þýskalandi. Hún lauk ferlinum með Val þar sem hún varð Íslandsmeistari síðasta sumar.

Hér að neðan má sjá liðið sem Margrét Lára valdi í 4-4-2 leikkerfi. Ekki amalegt lið þarna á ferðinni.

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir

Vörn: Elísa Viðarsdóttir
Vörn: Katrín Jónsdóttir
Vörn: Sif Atladóttir
Vörn: Hallbera Guðný Gísladóttir

Miðja: Laufey Ólafsdóttir
Miðja: Ásthildur Helgadóttir
Miðja: Sara Björk Gunnarsdóttir
Miðja: Dóra María Lárusdóttir

Sókn: Olga Færseth
Sókn: Margrét Lára Viðarsdóttir

Þjálfari: Elísabet Gunnarsdóttir

Hér að neðan má hlusta á nýjasta þáttinn af Heimavellinum þar sem Margrét Lára fékk það verkefni að velja þá sex íslensku leikmenn sem hún hefur spilað með í gegnum ferilinn sem gerðu hana líklegasta til að skora.
Heimavöllurinn - Topp 6, útgöngubannið og besta lið Íslands
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner