mið 07. apríl 2021 21:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ástæðan af hverju PSG eyddi fúlgum fjár í Neymar og Mbappe"
Mynd: Getty Images
„PSG eyddi fúlgum fjár í Neymar og Mbappe og ástæðan er leikir eins og þessi - þeir stálu senunni," sagði Owen Hargreaves, fyrrum leikmaður Bayern, Man Utd og Man City, á BT Sport í kvöld.

Neymar lagði upp fyrstu tvö mörk PSG og Kylian Mbappe skoraði fyrsta og þriðja mark liðsins í 2-3 útisigri á Bayern í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni.

„Liðið bjó sér ekki til mörg færi en nýtti sín færi vel, og það er það sem þú borgar fyrir. Þegar lið með þessa leikmenn innanborðs kemst yfir þá er hættulegt að bjóða upp á tækifæri til skyndisókna, þú vilt ekki að þessir gæjar séu í hinu liðinu."

„Mbappe á eitt ár eftir af samningi, allir munu bíða í röðum því það er ekki hægt að spila gegn honum í svona ham. Hann gæti fengist á afslætti og staðan er eins með Neymar. Þessi frammistaða er risastór fyrir Pochettino og PSG. Þetta gæti sannfært Mbappe og Neymar um að vera áfram. Mbappe er 22 ára og Neymar 29 ára, það er augljóst að það er mikilvægara að halda Mbappe,"
sagði Hargreaves.

Mbappe kosaði 180 milljónir evra þegar PSG keypti hann frá Mónakó og Neymar kostaði 263 milljónir dollara, það mesta í sögu fótboltans.
Athugasemdir
banner
banner
banner