Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 07. maí 2021 16:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Tel allar líkur á því að hann verði keyptur"
Jakob í leik í fyrra
Jakob í leik í fyrra
Mynd: Palli Jóh
Þórsarinn Jakob Franz Pálsson er á láni hjá ítalska félaginu Venezia.

Hann er á láni út þetta ár og ítalska liðið er með forkaupsrétt á meðan lánssamningnum stendur. Jakob æfir og spilar með U19 ára liði félagsins og hefur skorað tvö mörk frá því hann hélt til Ítalíu í febrúar.

Jakob á að baki 11 unglingalandsleiki og tólf leiki með Þór í næstefstu deild.

Jakob mun ekki leika með Þór í sumar. Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs, var í vikunni í sérstökum upphitunarþætti fyrir tímabilið í Þórs Podcastinu. Hann tjáði sig þar um Jakob.

„Skilaboðin frá Venezia hafa verið mjög jákvæð, hann hefur staðið sig mjög vel úti og ég tel allar líkur á því að hann verði keyptur og það hugsanlega í sumar."

„Það eru bara frábærar fréttir en auðvitað slæmt að missa hann. Þetta er feikilega öflugur strákur sem er með íþróttaeiginleika sem eru tiltölulega sjaldséðir á Íslandi. Þetta yrði góð viðurkenning fyrir okkur ef við náum að selja hann. Vonandi náum við að selja fleiri á næstu árum."

„Þú getur verið rosalega fljótur að koma þér undir radarinn hjá þessum félögum úti. Í félagi eins og Þór, ef þú ert duglegur og ert góður þá ertu byrjaður að spila mjög snemma. Það vekur alltaf athygli ef 16-18 ára pjakkar eru farnir að spila í næstefstu deild,"
sagði Orri.

Hlusta má á þáttinn með því að smella hér.

Þór mætir Gróttu í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar á útivelli klukkan 18:00 í kvöld. Hægt er að fylgjast með leikjum í þeirri deild á lengjudeild.is.
Athugasemdir
banner
banner