Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 07. maí 2022 23:12
Brynjar Ingi Erluson
Eina liðið sem hefur ekki tapað fyrir Liverpool og Man City á tímabilinu
Mynd: EPA
Tottenham er eina liðið í ensku úrvalsdeildinni sem hefur ekki tapað fyrir Liverpool og Manchester City á þessari leiktíð en það varð ljóst eftir leikinn í kvöld.

Það er eitt og sér ótrúlegt afrek í ljósi þess að öll önnur lið hafa tapað að minnsta kosti einu sinni fyrir stórliðunum tveimur.

Tottenham vann Man City 1-0 í byrjun tímabilsins undir stjórn Nuno Espirito Santo og svo aftur í febrúar á Etihad, 3-2.

Lundúnarliðið gerði 2-2 jafntefli við Liverpool í fyrri leik liðanna á Tottenham Hotspur-leikvanginum áður en liðið sótti stig á Anfield í kvöld.

Tottenham er því eina liðið sem hefur ekki tapað fyrir þessum tveimur liðum á tímabilinu og er nú ljóst að ekkert annað lið á möguleika að ná því afreki.

Liðið er í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildinni en það situr nú með 62 stig í fimmta sæti deildarinnar, stigi á eftir Arsenal sem er í 4. sætinu. Arsenal á leik við Leeds á Emirates á morgun áður en liðið spilar við Tottenham á fimmtudag.


Athugasemdir
banner
banner