Angel Di Maria er kominn langt í viðræðum við Juventus um að gerast leikmaður félagsins á næstu leiktíð.
Samningur Di Maria er að renna út og er honum frjálst að ræða núna við önnur félög.
Samningur Di Maria er að renna út og er honum frjálst að ræða núna við önnur félög.
Hann hefur mest verið orðaður við Juventus og eru ágætis líkur á því að hann spili með ítalska stórliðinu á næsta tímabili. En hann er með ákveðnar kröfur í viðræðunum.
Að sögn Goal ætlar Di Maria sér ekki að dvelja lengi á Ítalíu ef hann fer þangað; það verður þá stutt gaman.
Hann er bara tilbúinn að gera eins árs samning þar sem hann vill fara heim til Argentínu á næsta ári og enda ferilinn þar.
Di Maria er 34 ára og hefur leikið með PSG frá 2015. Í Argentínu ólst hann upp hjá Rosario Central.
Athugasemdir