Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 07. júní 2022 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hefði ráðið Southgate frekar en Ten Hag
Gareth Southgate.
Gareth Southgate.
Mynd: EPA
Erik ten Hag er tekinn við sem stjóri Manchester United og er byrjaður að vinna að því að koma liðinu aftur í fremstu röð.

En er hann rétti maðurinn? Það á eftir að koma í ljós.

Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool, telur að það hafi verið betri möguleikar á markaðnum fyrir United og nefnir hann sérstaklega Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, í því samhengi.

„Ten Hag vann deildina þrisvar í Hollandi með Ajax og gerði ágæta hluti með Utrecht. Hann hefur ekki stýrt stórum leikmönnum hjá stóru félagi áður og við vitum ekki hvernig hann mun höndla þá pressu," segir Murphy.

Southgate hefur náð eftirtektarverðum árangri með enska landsliðið; hann kom liðinu í undanúrslitin á HM 2018 og svo í úrslitaleik Evrópumótsins í fyrra. Í úrslitaleik EM mættu þeir Ítölum og enduðu á að tapa í vítaspyrnukeppni.

Eina félagsliðið sem Southgate hefur stýrt er Middlesbrough, frá 2006 til 2009.
Athugasemdir
banner
banner
banner