þri 07. júní 2022 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Furðuleg hola myndaðist eftir leikinn í Vín
Mynd: Google / Daily Mail / Vecna

Danmörk hafði betur gegn Austurríki er liðin mættust í Þjóðadeildinni í gærkvöldi.


Leikið var í Vín, höfuðborg Austurríkis, en ekki var allt með felldu og fresta þurfti upphafsflauti leiksins um rúma klukkustund vegna rafmagnsleysis.

Danir unnu gegn lærisveinum Ralf Rangnick og eftir lokaflautið myndaðist stór hola á miðjum vellinum sem leikmenn furðuðu sig mikið á.

Sem betur fer myndaðist holan ekki fyrr í leiknum þar sem það hefði verið ansi erfitt að loka henni. Þá hefði verið stórfurðulegt að stöðva leikinn vegna holu á vellinum, ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi.


Athugasemdir
banner
banner