Breiðablik fékk Stjörnuna í heimsókn á Kópavogsvelli fyrr í dag, leikar enduðu 1-1 í fjörugum leik. Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 1 Stjarnan
„Ætli þetta sé ekki eins og leikurinn spilaðist sanngjörn úrslit. Það skiptist aðeins á hvort liðið var með yfirhöndina í leiknum og mér fannst vanta herslumuninn í spilinu hjá okkur, það vantaði betra flæði í sóknarleikinn.
Við sköpuðum okkur óvenju lítið í dag. Eftir að Stjarnan skorar þá kemur meiri kraftur í okkur og við sækjum meira.
Það var á svipuðum tímapunkti sem maður var að pæla gera breytingar þá kom líf í liðið og þá vorum við miklu líklegri. Að því sögðu svekktur að klára ekki öll þrjú stigin."
Það var líf og fjör í stúkunni á Kópavogsvelli í dag.
Þetta var meiriháttar og búið til smá húllumhæ fyrir leik og auðvitað væri óskandi að það væri alltaf svona góð mæting, frábær stemning og mikill hávaði allan leikinn, þetta verður allt skemmtilegra. Þökkum þeim sem mættu."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir