Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 07. júní 2023 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild - Lék einu sinni í Championship
Luke Williams.
Luke Williams.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Englendingurinn Luke Williams, leikmaður Víkings Ólafsvíkur, er leikmaður fimmtu umferðar í 2. deild karla í boði ICE.

Luke gerði tvennu þegar Ólsarar unnu flottan sigur gegn KFG á útivelli í síðustu umferð.

Williams er 29 ára gamall miðjumaður sem gekk í raðir Ólsara á síðustu leiktíð. Hann ólst upp hjá Middlesbrough og steig sín fyrstu skref þar. Hann byrjaði sem táningur að spila með liðinu í Championship-deildinni, næst efstu deild Englands. Hann spilaði alls 34 leiki með Middlesbrough í Championship.

Hann spilaði svo með Hartlepool, Scunthorpe, Coventry, Peterborough, Northampton og Gateshead en leikur núna listir sínar á Ólafsvík.

„Það er frábært að hann sé kominn almennilega í gang," sagði Sverrir Mar Smárason í Ástríðunni þegar rætt var um Williams. „Hann verður mikilvægur fyrir Víkingana og er vel að þessu kominn."

„Ég treysti því að íslenskir leikmenn Víkings Ó. láti hann vita af þessu," sagði Sverrir en hann las það einnig upp á ensku í þættinum fyrir Luke ef hann skyldi hlusta.

Hægt er að hlusta á Ástríðuna hér að neðan og í öllum hlaðvarpsveitum.

Næsta umferð í 2. deild verður leikin í heild sinni í kvöld en hér að neðan má sjá alla leikina.

2. deild karla
19:15 KV-Þróttur V. (KR-völlur)
19:15 Völsungur-KFA (PCC völlurinn Húsavík)
19:15 Dalvík/Reynir-KF (Dalvíkurvöllur)
19:15 ÍR-KFG (ÍR-völlur)
19:15 Höttur/Huginn-Sindri (Vilhjálmsvöllur)
19:15 Víkingur Ó.-Haukar (Ólafsvíkurvöllur)

Bestir í fyrri umferðum:
1. umferð - Björn Axel Guðjónsson (Víkingur Ó.)
2. umferð - Bragi Karl Bjarkason (ÍR)
3. umferð - Bragi Karl Bjarkason (ÍR)
4. umferð - Ólafur Bjarni Hákonarson (KFG)
Ástríðan 5. umferð - Árbær stoppaði Víði og Þróttur vann toppslaginn
Athugasemdir
banner
banner
banner