Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
banner
   mið 07. júní 2023 13:15
Elvar Geir Magnússon
Messi hefur valið Inter Miami
Lionel Messi er sagður á leið í bandarísku MLS-deildina.
Lionel Messi er sagður á leið í bandarísku MLS-deildina.
Mynd: EPA
Íþróttafréttamaðurinn Guillem Balague segir að Lionel Messi, einn besti fótboltamaður sögunnar, sé búinn að taka ákvörðun um hvert næsta skref hans verður á ferlinum.

Balague segir að Messi hafi ákveðið að ganga í raðir Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni en hann er búinn að ná munnlegu samkomulagi við félagið.

Messi var með risatilboð frá Sádi-Arabíu en talið er að hann hafi ekki viljað flytjast þangað með fjölskyldu sína.

Þá vildi Barcelona fá Messi aftur 'heim' en fjárhagslega er það ómögulegt fyrir félagið.

Messi er 35 ára og hefur yfirgefið franska stórliðið Paris Saint-Germain þar sem hann hefur verið síðan 2021. Hann hefur unnið fjölda titla á ferli sínum en sá stærsti kom í vetur þegar hann var magnaður þegar Argentína varð heimsmeistari.

Messi á þegar hús í Miami sem hann hefur leigt út. Tilboðið frá Inter Miami inniheldur samstarfssamninga við Adidas og Apple.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner