Ráðamenn hjá Manchester United eru enn að meta hvort að Erik ten Hag sé rétti maðurinn til að stýra liðinu á næsta tímabili eða ekki. Sky Sports fjallar um málið og United sé komið langt í ferlinu og að niðurstaða gæti orðið ljós í næstu viku.
United átti ekki gott tímabil. Liðið endaði í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem er langt frá því að vera ásættanlegt og endaði í neðsta sæti í riðlinum í Meistaradeildinni. Liðið hefur aldrei endað neðar í úrvalsdeildinni og var liðið með neikvæða markatölu.
United átti ekki gott tímabil. Liðið endaði í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem er langt frá því að vera ásættanlegt og endaði í neðsta sæti í riðlinum í Meistaradeildinni. Liðið hefur aldrei endað neðar í úrvalsdeildinni og var liðið með neikvæða markatölu.
Margir leikmenn glímdu við meiðsli og lykilmenn á borð við Lisandro Martínez og Luke Shaw náðu lítið að spila.
Það gekk illa að halda sama miðvarðapari milli leikja og lykilmaðurinn Marcus Rashford dalaði mikið - takturinn í leik liðsins var takmarkaður.
Þrátt fyrir þessa erfiðleika náði United að vinna enska bikarinn með því að leggja Englandsmeistara Manchester City að velli á Wembley. Á leiðinni lagði United lið Liverpool sem þá var á miklu skriði.
Skiptar skoðanir eru á meðal stuðningsmanna United um hvort Ten Hag eigi að fá traustið áfram eða ekki.
Gareth Southgate, Mauricio Pochettino, Thomas Tuchel og Roberto De Zerbi eru þau nöfn sem hvað mest eru orðuð við stjórastöðuna hjá United ákveði félagið að losa sig við Ten Hag.
Athugasemdir