Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   þri 07. júlí 2020 22:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Braga: Augljóst víti - Ætlar að taka boltann á belginn en fer í höndina
Óskar talaði um lágt orkustig hjá sínum mönnum.
Óskar talaði um lágt orkustig hjá sínum mönnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkelsi fyrst og fremst, við vorum greinilega þreyttir og mér fannst við svolítið vera að bíða eftir að leikurinn myni klárast - ætluðum að hanga á þessu eina marki. Svo bara datt þetta enn meira niður þegar jöfnunarmarkið kemur," sagði Óskar Bragason, þjálfari Dalvíkur/Reynis eftir tap gegn KF í kvöld.

Heimamenn í D/R komust yfir snemma leiks en KF svaraði með fjórum mörkum í seinni hálfleik áður en heimamenn minnkuðu muninn.

Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 2 -  4 KF

„Ég veit ekki hvort það skipti máli en auðvitað spiluðum við á föstudagsleik í Reykjavík og þeir spiluðu heimaleik á fimmtudag. Mér fannst orkustígið ekki nægilega hátt en þetta er bara einn leikur, áfram gakk."

Tvö víti voru dæmd í leiknum og kallað var eftir fleiri vítum. Hvernig var upplifði Óskar dómgæsluna af hliðarlínunni?

„Mér fannst þetta ágætlega dæmdur leikur. Það er crucial atriði í stöðunni 1-2 - Mér fannst það vera augljóst víti, allavega frá okkur séð, þegar hann [Emanuel Nikpalj] ætlar að taka boltann á belginn en fær hann í hendina. Línuvörðurinn hefði mögulega getað séð það betur en dómarinn en svona er þetta stundum. Hann ætlar að taka hann á kassann inn í teig en missir hann í hendina, mér fannst þetta bara augljóst víti."

Óskar var að lokum spurður út í leikmannahópinn, framhaldið og seinni leikinn við KF á tímabilinu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner