Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 07. júlí 2022 15:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Crewe
Glódís með létt skot á fjölmiðla - „Hefðuð mátt vera í Þýskalandi líka"
Icelandair
Glódís spennt að koma í viðtal.
Glódís spennt að koma í viðtal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið er mætt til Crewe þar sem liðið æfir og er með aðsetur á meðan Evrópumótinu stendur. Fyrsta æfing liðsins var í morgun og voru flestir íslenskir fjölmiðlar mættir á æfinguna.

Síðustu vikuna eða svo hefur liðið æft í Póllandi og Þýskalandi og hefur Fótbolti.net verið eini fjölmiðilinn sem hefur fylgt landsliðinu í gegnum allan undirbúninginn fyrir EM.

Glódís Perla Viggósdóttir, einn af reynslumeiri leikmönnum landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net í dag.

Hún kom inn á að fleiri leikmenn í liðinu væru komnir út í stórar deildir og væru vanari öllu áreitinu og pressunni sem því fylgir. Talandi um pressu, er skemmtilegt að fleiri fjölmiðlar séu mættir til að fjalla um liðið?

„Já það er alltaf gaman að sjá ykkur," sagði Glódís og hló.

„Þið hefðuð alveg mátt vera í Þýskalandi líka," bætti Glódís við og áttaði sig svo á því að hún væri að tala við fréttamann Fótbolta.net.

„Þið reyndar voruð," sagði Glódís. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.

Sjá einnig:
Væru fleiri hérna ef þetta væru strákar?
Glódís Perla: Erum úti í sveit í einhverri höll
Athugasemdir
banner
banner