Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 07. júlí 2022 12:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir ekkert til í því að Óskar Örn sé á förum
Óskar Örn Hauksson.
Óskar Örn Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hafa verið sögusagnir þess efnis að Óskar Örn Hauksson sé á leið frá Stjörnunni í þessum mánuði.

Óskar hefur ekki verið að spila rosalega stórt hlutverk á sínu fyrsta tímabili í Garðabæ og kemur það nokkuð á óvart. Það hafa í kjölfarið myndast sögur um að hann sé á förum, til að mynda í FH.

Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, var spurður út í þessar sögur eftir jafntefli liðsins gegn FH fyrr í þessari viku.

„Nei ekkert til í því. Óskar byrjaði í dag og spilaði vel. Óskar er hjá okkur og við verðum frekar í því að bæta við leikmönnum heldur en að missa fleiri leikmenn," sagði Gústi.

Leikmannamarkaðurinn er opinn á ný og það má búast við að Stjarnan bæti eitthvað við sig.

„Við erum að skoða einn eða tvo leikmenn á íslenska markaðnum sem passa vel inn í okkar 'setup' og vonandi náum við að klára það. Það væri frábært fyrir framhaldið."

Gústi sagði að leikmaðurinn sem félagið er að skoða núna sé yngri en 21 árs.

Stjarnan er í þriðja sæti Bestu deildarinnar með 20 stig.

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að neðan.
Gústi Gylfa: Skemmtilegar síðustu 10 en leiðinlegt fram að því
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner