Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
   sun 07. júlí 2024 21:15
Sævar Þór Sveinsson
„Hún skoraði tvö mörk sem var fyllilega verðskuldað miðað við frammistöðuna“
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mjög ánægður með úrslitin, mjög ánægður með frammistöðuna.“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-0 sigur gegn FH í 12. umferð Bestu deild kvenna í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 0 -  4 Breiðablik

Stelpurnar spiluðu vel frá taktísku sjónarhorni. Við vissum að við þyrftum að breyta nokkrum hlutum frá okkar hefðbundna uppleggi og það heppnaðist vel.

Katrín Ásbjörnsdóttir átti afar góðan leik í dag þar sem hún skoraði tvö mörk og átti stóran þátt í fyrsta marki Breiðabliks.

Hún var frábær í dag. Hélt vel í boltanum og var góður uppspilspunktur þegar við þurftum á því að halda. Hún skoraði tvö mörk sem var fyllilega verðskuldað miðað við frammistöðuna.“

Það fór ekki framhjá neinum í dag að Heiða átti þónokkur skot. Hún skaut meðal annars í slánna eftir aukaspyrnu af 30 metra færi og átti góðan skalla sem var varinn glæsilega af Aldísi í marki FH. Nik var því spurður hvort þetta hefði verið hluti af upplegginu fyrir leik.

Ég gef henni smá frjálsræði til þess að gera það sem hún vill. Hún átti eitt skot gegn Tindastóli í upphafi árs og skýtur í slánna í dag. Hún varð soldið gráðug í dag og leið eins og hún gæti gert reynt þetta tvisvar aftur þannig við þurfum kannski aðeins að halda henni á jörðinni. En hún er góður leikmaður þannig þetta sleppur af og til.

Það hefur mikið mætt á liðinu undanfarin misseri en framundan er landsleikjapása.

Klárlega, við höfum komist í gegnum þetta og erum búin að vera fylgjast með álaginu og passa að dreifa því milli leikmanna. Þannig pásan kemur á góðum tíma.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner