Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   sun 07. júlí 2024 21:15
Sævar Þór Sveinsson
„Hún skoraði tvö mörk sem var fyllilega verðskuldað miðað við frammistöðuna“
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mjög ánægður með úrslitin, mjög ánægður með frammistöðuna.“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-0 sigur gegn FH í 12. umferð Bestu deild kvenna í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 0 -  4 Breiðablik

Stelpurnar spiluðu vel frá taktísku sjónarhorni. Við vissum að við þyrftum að breyta nokkrum hlutum frá okkar hefðbundna uppleggi og það heppnaðist vel.

Katrín Ásbjörnsdóttir átti afar góðan leik í dag þar sem hún skoraði tvö mörk og átti stóran þátt í fyrsta marki Breiðabliks.

Hún var frábær í dag. Hélt vel í boltanum og var góður uppspilspunktur þegar við þurftum á því að halda. Hún skoraði tvö mörk sem var fyllilega verðskuldað miðað við frammistöðuna.“

Það fór ekki framhjá neinum í dag að Heiða átti þónokkur skot. Hún skaut meðal annars í slánna eftir aukaspyrnu af 30 metra færi og átti góðan skalla sem var varinn glæsilega af Aldísi í marki FH. Nik var því spurður hvort þetta hefði verið hluti af upplegginu fyrir leik.

Ég gef henni smá frjálsræði til þess að gera það sem hún vill. Hún átti eitt skot gegn Tindastóli í upphafi árs og skýtur í slánna í dag. Hún varð soldið gráðug í dag og leið eins og hún gæti gert reynt þetta tvisvar aftur þannig við þurfum kannski aðeins að halda henni á jörðinni. En hún er góður leikmaður þannig þetta sleppur af og til.

Það hefur mikið mætt á liðinu undanfarin misseri en framundan er landsleikjapása.

Klárlega, við höfum komist í gegnum þetta og erum búin að vera fylgjast með álaginu og passa að dreifa því milli leikmanna. Þannig pásan kemur á góðum tíma.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner