Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   sun 07. júlí 2024 21:15
Sævar Þór Sveinsson
„Hún skoraði tvö mörk sem var fyllilega verðskuldað miðað við frammistöðuna“
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mjög ánægður með úrslitin, mjög ánægður með frammistöðuna.“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-0 sigur gegn FH í 12. umferð Bestu deild kvenna í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 0 -  4 Breiðablik

Stelpurnar spiluðu vel frá taktísku sjónarhorni. Við vissum að við þyrftum að breyta nokkrum hlutum frá okkar hefðbundna uppleggi og það heppnaðist vel.

Katrín Ásbjörnsdóttir átti afar góðan leik í dag þar sem hún skoraði tvö mörk og átti stóran þátt í fyrsta marki Breiðabliks.

Hún var frábær í dag. Hélt vel í boltanum og var góður uppspilspunktur þegar við þurftum á því að halda. Hún skoraði tvö mörk sem var fyllilega verðskuldað miðað við frammistöðuna.“

Það fór ekki framhjá neinum í dag að Heiða átti þónokkur skot. Hún skaut meðal annars í slánna eftir aukaspyrnu af 30 metra færi og átti góðan skalla sem var varinn glæsilega af Aldísi í marki FH. Nik var því spurður hvort þetta hefði verið hluti af upplegginu fyrir leik.

Ég gef henni smá frjálsræði til þess að gera það sem hún vill. Hún átti eitt skot gegn Tindastóli í upphafi árs og skýtur í slánna í dag. Hún varð soldið gráðug í dag og leið eins og hún gæti gert reynt þetta tvisvar aftur þannig við þurfum kannski aðeins að halda henni á jörðinni. En hún er góður leikmaður þannig þetta sleppur af og til.

Það hefur mikið mætt á liðinu undanfarin misseri en framundan er landsleikjapása.

Klárlega, við höfum komist í gegnum þetta og erum búin að vera fylgjast með álaginu og passa að dreifa því milli leikmanna. Þannig pásan kemur á góðum tíma.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner