Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
Selma Dögg stolt: Víkingur er á uppleið
Agla María: Eitthvað hungur sem verður til
Ásta Eir: Þetta var það sem ég sá fyrir mér þegar þessi leikur var í augsýn
Fanndís: Töpuðum ekki þessum titli í dag
Telma: Trúi því ekki að þetta hafi gerst
Vann Lengjudeildina og Bestu deildina á árinu - „Þetta er svo súrrealískt“
Víkingar skemmta sér á Akureyri í kvöld - „Vonandi verður alvöru partý í Fossvogi"
Jóhann Kristinn: Vildi ekki gefa rautt spjald í kvennaleik
Guðni: Sáttur við tímabilið
Óli Kristjáns sáttur með tímabilið: Það var alltaf trú
„Stórsigur fyrir okkur, sá stærsti í sumar það er klárt“
Rúnar: Hundleiðinlegt að tapa
Andri Rúnar um markið ótrúlega: Þá varð maður að prófa
Dagur í lífi Kristínar Dísar - Hádegishrekkur, sláarkeppni og blótsyrði á íslensku
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
   sun 07. júlí 2024 21:15
Sævar Þór Sveinsson
„Hún skoraði tvö mörk sem var fyllilega verðskuldað miðað við frammistöðuna“
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mjög ánægður með úrslitin, mjög ánægður með frammistöðuna.“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-0 sigur gegn FH í 12. umferð Bestu deild kvenna í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 0 -  4 Breiðablik

Stelpurnar spiluðu vel frá taktísku sjónarhorni. Við vissum að við þyrftum að breyta nokkrum hlutum frá okkar hefðbundna uppleggi og það heppnaðist vel.

Katrín Ásbjörnsdóttir átti afar góðan leik í dag þar sem hún skoraði tvö mörk og átti stóran þátt í fyrsta marki Breiðabliks.

Hún var frábær í dag. Hélt vel í boltanum og var góður uppspilspunktur þegar við þurftum á því að halda. Hún skoraði tvö mörk sem var fyllilega verðskuldað miðað við frammistöðuna.“

Það fór ekki framhjá neinum í dag að Heiða átti þónokkur skot. Hún skaut meðal annars í slánna eftir aukaspyrnu af 30 metra færi og átti góðan skalla sem var varinn glæsilega af Aldísi í marki FH. Nik var því spurður hvort þetta hefði verið hluti af upplegginu fyrir leik.

Ég gef henni smá frjálsræði til þess að gera það sem hún vill. Hún átti eitt skot gegn Tindastóli í upphafi árs og skýtur í slánna í dag. Hún varð soldið gráðug í dag og leið eins og hún gæti gert reynt þetta tvisvar aftur þannig við þurfum kannski aðeins að halda henni á jörðinni. En hún er góður leikmaður þannig þetta sleppur af og til.

Það hefur mikið mætt á liðinu undanfarin misseri en framundan er landsleikjapása.

Klárlega, við höfum komist í gegnum þetta og erum búin að vera fylgjast með álaginu og passa að dreifa því milli leikmanna. Þannig pásan kemur á góðum tíma.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner