fös 07. ágúst 2020 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Sveinn Stefánsson.
Orri Sveinn Stefánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingimundur Níels Óskarsson og Albert Brynjar Ingason.
Ingimundur Níels Óskarsson og Albert Brynjar Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Styrmir Erlendsson.
Styrmir Erlendsson.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Birkir Eyþórsson.
Birkir Eyþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir hefur borið fyrirliðabandið hjá Fylki í síðustu sex leikjum og leikið alla níu leiki liðsins í sumar. Ásgeir er Fylkismaður í húð og hár og leikið allan sinn feril hjá félaginu.

Ásgeir á að baki 124 leiki í efstu deild og skorað í þeim níu mörk. Á sínum tíma lék hann einn U21 landsleik. Miðvörðurinn Ásgeir sýnir í dag á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Ásgeir Eyþórsson

Gælunafn: Geiri og ýmislegt annað…

Aldur: 27

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Kom
inná í lokaumferðinni 2011 á móti FH

Uppáhalds drykkur: Kókómjólk

Uppáhalds matsölustaður: Nam

Hvernig bíl áttu: Rúmgóðan Kia Picanto

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Game of Thrones og Friends

Uppáhalds tónlistarmaður: Whyrun

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi Jr. og svo Árni Helga í Hisminu

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Vil ekki sjá bragðaref,
súkkulaðishake takk.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Eigum rástíma klukkan 10:20

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Liverpool, er bara því miður ekki nógu góður til að komast þangað

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Óskar Örn

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Ian Hennessy

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Albert Inga og Ingimundur Níels í golfi, engin virðing fyrir leiknum þar á bæ

Sætasti sigurinn: Sigur á Íslandsmótinu í 4. flokki, hefur allt verið á niðurleið hjá manni síðan þá

Mestu vonbrigðin: Að ná ekki Evrópusæti í lokaumferðinni 2014

Uppáhalds lið í enska: Fulham

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Þá tæki ég líklega Atla Arnarson, væri veisla að geta rætt um framboð og eftirspurn í klefanum. Bíð líka eftir að Styrmir Erlends komi aftur í Fylki, það hlýtur að styttast í það.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Arnór Gauti og Cecelía Rán

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Valdimar Þór Ingimundarsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Margar fallegar í Fylki

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Það hlýtur að vera Finnur Kolbeinsson

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ætli það sé ekki Arnór Borg

Uppáhalds staður á Íslandi: Fyrsti teigur á Grafarholtinu og KFC Grafarholti

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ekkert sem mér dettur í hug.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Fer í símann, erfitt að venja sig af því

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já fylgist með NFL og eitthvað með körfubolta og golfi.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Tiempo

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Var ekkert sérstakur í íslensku

Vandræðalegasta augnablik: Vítið sem ég setti hátt yfir á móti Fram kemur því miður fyrst upp í hugann

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ef það er einhver sem gæti lifað af á eyðieyju þá er það Orri Sveinn, svo þyrfti ég að hafa Birki Eyþórs og Hákon Inga með mér.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Einhverjum finnst sturlað að ég haldi með Fulham

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Það að Arnar Sveinn spili Counter Strike kom skemmtilega á óvart

Hverju laugstu síðast: Lýg held ég bara aldrei

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hita upp

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Jim Furyk um hjálp varðandi golfsveifluna
Athugasemdir
banner
banner
banner