Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 07. ágúst 2020 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin um helgina - Real Madrid fer á Etihad - Erfitt verkefni hjá Chelsea
Manchester City fær Real Madrid í heimsókn
Manchester City fær Real Madrid í heimsókn
Mynd: Getty Images
Meistaradeild Evrópu fer aftur af stað í kvöld en seinni umferðin í 16-liða úrslitum er að klárast. Manchester City fær Real Madrid í heimsókn á Etihad á meðan Chelsea heimsækir Bayern München.

Man City vann fyrri leikinn gegn Real Madrid á Santiago Bernabeu, 2-1, en Madrídingar verða án Sergio Ramos í kvöld á meðan Sergio Aguero er frá hjá City.

Juventus fær þá Lyon í heimsókn á Allianz-leikvanginn. Lyon vann fyrri leikinn 1-0. Leikmenn Juventus eru klárir í leikinn en ítalska deildin var að klárast á meðan Lyon hefur aðeins spilað einn keppnisleik frá því í mars eftir að frönsku deildinni var aflýst.

Á morgun mætast svo Bayern München og Chelsea. Enska liðið var í basli í fyrri leiknum og tapaði 3-0. Gott veganesti en Frank Lampard og lærisveinar hans þurfa á kraftaverki að halda til að komast áfram.

Napoli fær verðugt verkefni gegn Barcelona á Nou Camp en liðin gerðu 1-1 jafntefli á San Paolo-leikvanginum fyrir sex mánuðum síðan. Sergio Busquets, Ousmane Dembele, Arturo Vidal og Samuel Umtiti eru allir frá. Þá er óvíst hvort Antoine Griezmann og Clement Lenglet verði með vegna meiðsla.

Leikir helgarinnar:
Í kvöld:
19:00 Man City - Real Madrid
19:00 Juventus - Lyon

Laugardagur:
19:00 Bayern - Chelsea
19:00 Barcelona - Napoli
Athugasemdir
banner
banner