Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 07. ágúst 2020 14:18
Magnús Már Einarsson
Rúrik: Veit ekki hvort ég haldi áfram í fótbolta
Hafnaði tilboðum úr Pepsi Max-deildinni
Rúrik Gíslason
Rúrik Gíslason
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Ég veit ekki hvort ég haldi áfram í fótbolta eða hvort ég hætti. Þetta er risastór ákvörðun, hvort maður eigi að hætta í fótbolta. Það er ekkert grín," sagði Rúrik Gíslason í viðtali í Brennslunni á FM957 í dag.

Rúrik er félagslaus eftir að hann yfirgaf Sandhausen í Þýskalandi í sumar. Rúrik ætlar ekki að ganga til liðs við félag í Pepsi Max-deildinni á þessu ári en hann hefur fengið tilboð þaðan.

„Ég er búinn að taka ákvörðun um að það verði ekki. Ég er búinn að fá nokkur tilboð og er þakklátur fyrir þau. Ég er ekki þar akkúrat núna," sagði Rúrik í viðtali í Brennslunni á FM957 í dag.

„Ég er heiðarlegur með það að þetta hafa verið tilboð sem ég þurfti að taka mér einn dag í að hugsa. Ég er mjög þakklátur fyrir það sem kom á borðið en ég er ekki alveg þar núna."

Rúrik útilokar ekki að ganga til liðs við félag í Pepsi Max-deildinni síðar meir, ef hann heldur áfram í fótbolta.

„Ég fylgist mjög vel með íslensku deildinni og finnst hún skemmtileg. Hún er allaf að verða betri og betri. Ég hef farið á nokkrar æfingar og tempóið á æfingum er mjög gott. Ég útiloka alls ekki að spila á Íslandi," sagði Rúrik,

Rúrik er 32 ára gamall en hann hefur leikið í atvinnumennsku erlendis síðan árið 2005 eftir að hafa alist upp hjá HK.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Rúrik í Brennslunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner