Það var tilfinningarík stund í klefa danska Íslendingaliðsins Lyngby í gær þegar Lucas Hey var kvaddur. Þessum tvítuga varnarmanni er spáð bjartri framtíð en hann hefur verið seldur til FC Nordsjælland.
Freyr Alexandersson hélt ræðu í klefanum hjá Lyngby og kvaddi Hey. Leikmaðurinn ungi brast í grát og fór í faðm íslenska þjálfarans. Myndband af þessu má sjá hér að neðan.
Freyr Alexandersson hélt ræðu í klefanum hjá Lyngby og kvaddi Hey. Leikmaðurinn ungi brast í grát og fór í faðm íslenska þjálfarans. Myndband af þessu má sjá hér að neðan.
Lyngby er með fjögur stig eftir þrjár umferðir í dönsku úrvalsdeildinni en liðið vann Midtjylland 4-1 í gær.
„Það er leiðinlegt að missa einn minn besta fótboltamann en ég er líka fullur af stolti yfir vegferð Lucasar með okkur. Hann kom inn sem U19 leikmaður og hefur orðið aðalliðsleikmaður. Hann er með hæfileika til að spila í mun sterkari deild en þeirri dönsku í framtíðinni," sagði Freyr við Tipsbladet.
„Ég er með þá tilfinningu að ef hann hefði ákveðið að vera áfram með okkur þá hefði hann þróast í þá átt að við hefðum selt hann í eina af fimm sterkustu deildum Evrópu innan átján mánaða."
IKKE ET NEMT FARVEL ????
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 7, 2023
I går var ikke et nemt farvel for nogen, og der var pæne ord til Lucas Hey fra både cheftræner Freyr Alexandersson og resten af spillertruppen ????#SammenForLyngby pic.twitter.com/6QJUpe55HV
Athugasemdir