Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 07. september 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 8. sæti
Wolves
Jimenez og Jota fagna marki.
Jimenez og Jota fagna marki.
Mynd: Getty Images
Nuno Espirito Santo.
Nuno Espirito Santo.
Mynd: Getty Images
Adama Traore, snöggur og massaður.
Adama Traore, snöggur og massaður.
Mynd: Getty Images
Fabio Silva, keyptur fyrir metfé.
Fabio Silva, keyptur fyrir metfé.
Mynd: Getty Images
Ruben Neves er virkilega flottur miðjumaður sem getur skotið boltanum.
Ruben Neves er virkilega flottur miðjumaður sem getur skotið boltanum.
Mynd: Getty Images
Úlfarnir fagna marki á síðasta tímabili.
Úlfarnir fagna marki á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Eftir undirbúningstímabil í styttri kantinum mun enska úrvalsdeildin hefjast aftur þann 12. september næstkomandi. Við kynnum liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Í 8. sæti er Wolverhampton Wanderers, Úlfarnir.

Um liðið: Úlfarnir hafa komið sterkir inn í ensku úrvalsdeildina og endað í sjöunda sæti tvö tímabil í röð. Það er sterk portúgölsk tenging í félagið í gegnum umboðsmanninn Jorge Mendes. Leikmannahópurinn hefur sannað sig í ensku úrvalsdeildinni og það má gera ráð fyrir því að þetta verði enn eitt flotta tímabilið hjá félaginu. Wolves var stofnað 1877 og hefur unnið efstu deild á Englandi þrisvar (1954, 58 og 59) og FA-bikarinn fjórum sinnum (1893, 1908, 1949 og 1960).

Staða á síðasta tímabili: 7. sæti.

Stjórinn: Nuno Espirito Santo er búinn að gera frábæra hluti með Úlfana. Hann kom liðinu upp úr Championship og vakti mikla athygli með því að koma liðinu í Evrópukeppni á fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Hann er búinn að móta skemmtilegan hóp og vill hann helst spila þriggja manna vörn með Jimenez og Jota frammi. Nuno er með reynslu hjá öflugum félögum á borð við Porto og Valencia, og hann hefur reynst Úlfunum afskaplega vel. Hann er íhaldssamur og vill yfirleitt ekki gera margar breytingar á byrjunarliði sínu.

Styrkleikar: Þetta er mikið af leikmönnum sem þekkja vel inn á hvorn annan og það er flottur stjóri á bak við þá. Það er stór portúgalskur kjarni í hópnum og í þessum kjarna eru eflaust margir góðir vinir. Liðið er mjög vel skipulagt undir stjórn Nuno og getur sótt hraða þegar tækifæri bjóðast. Það er reynsla og leiðtogar í liðinu.

Veikleikar: Það er ekki mikil breidd í hópnum og hana þarf að auka ef liðið vill halda áfram að taka skref fram á við. Ein eða tvö meiðsli gætu haft mikil áhrif. Nuno er mjög íhaldssamur stjóri og það gæti fljótt verið komin þreyta í hópinn, sérstaklega á tímabilinu sem framundan þegar það verður spilað mjög þétt.

Talan: 1. Mörkin sem Fabio Silva, þeirra dýrasti leikmaður hefur skorað í keppni í aðalliðsfótbolta.

Lykilmaður: Raul Jimenez
Alvöru markaskorari sem hefur verið orðaður við stærri félög með fullri virðingu fyrir Wolves. Öflugur sóknarmaður sem hefur skorað 30 deildarmörk síðastliðin tvö tímabil. Adama Traore verður einnig mjög mikilvægur fyrir Úlfana.

Fylgstu með: Fabio Silva
Wolves gerði sér lítið fyrir og borgaði Porto 35 milljónir punda fyrir þennan 18 ára gamla sóknarmann. Ekki með mikla reynslu að baki í aðalliðsfótbolta og hann verður að skora einhver mörk. Í þessum stóra verðmiða felst mikil pressa.

Tómas Þór Þórðarson - ritstjóri enska boltans hjá Símanum:
„Það leit út fyrir að Úlfarnir ætluðu að vera rólegri á leikmannamarkaðnum en áður en svo er ekki. Eigendur félagsins halda áfram að styðja við bakið á liðinu og allt í einu var fjárfest í tveimur leikmönnum fyrir fullt af peningum á einum sólarhring. Úlfarnir virðast staðráðnir í að halda áfram að taka skref fram á við sem er heldur betur vel fyrir baráttuna um Evrópusætin. Á meðan tvíeykið truflaða; Traoré og Raul Jiménez, er til staðar, ákefðin í liðinu verður sú sama og Nuno að þjálfa verða Úlfarnir alltaf hættulegir.”

Komnir:
Matija Sarkic frá Aston Villa - Frítt
Fabio Silva frá Porto - 35 milljónir punda
Marcal frá Lyon - 1,8 milljón punda

Farnir:
Hélder Costa til Leeds - 16 milljónir punda
Will Norris til Burnley - Óuppgefið
Morgan Gibbs-White til Swansea - Á láni
Matt Doherty til Tottenham - 14,7 milljónir punda

Fyrstu leikir: Sheffield United (Ú), Man City (H), West Ham (Ú).

Þau sem spáðu: Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynja Dögg Sigurpálsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Ester Ósk Árnadóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, Sverrir Örn Einarsson og Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Wolves, 160 stig
9. Everton, 146 stig
10. Southampton, 113 stig
11. Sheffield United, 101 stig
12. Burnley, 99 stig
13. Leeds, 95 stig
14. West Ham, 93 stig
15. Crystal Palace, 80 stig
16. Newcastle, 76 stig
17. Brighton, 49 stig
18. Aston Villa, 39 stig
19. Fulham, 30 stig
20. West Brom, 20 stig

Sjá einnig:
Draumaliðsdeild Budweiser og Fótbolta.net búin að opna
Athugasemdir
banner
banner
banner