Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 07. september 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bergwijn reyndi að fá Van de Beek til Tottenham
Donny van de Beek.
Donny van de Beek.
Mynd: Getty Images
Donny van de Beek, nýr leikmaður Manchester United, segir að landi sinn Steven Bergwijn hafi reynt að fá sig til Tottenham frekar.

Hinn 23 ára gamli Van de Beek gekk í raðir Manchester United í síðustu viku frá Ajax og skrifaði undir fimm ára samning.

Man Utd var ekki eina félagið á eftir miðjumanninum og var mikið talað um Real Madrid á einum tímapunkti. Þá var reynt að sannfæra hann að koma til London og semja við Tottenham.

„Steven Bergwijn sendi mér skilaboð og spurði mig hvort ég vildi spila fyrir Spurs," sagði Van de Beek við Algemeen Dagblad í Hollandi.

„En ég valdi United. Þetta var rétti tímapunkturinn fyrir mig til að skipta um félag."
Athugasemdir
banner
banner