Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 07. september 2020 19:37
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Jafnt í Grindavík - Keflavík vann á Akureyri
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru tveir spennandi leikir fram í Lengjudeildinni í kvöld þar sem Grindavík tók á móti ÍBV á meðan Þór fékk Keflavík í heimsókn á Akureyri.

Í Grindavík var staðan markalaus eftir fjörugan fyrri hálfleik þar sem gestirnir frá Vestmannaeyjum voru hættulegri og komust nokkrum sinnum nálægt því að skora.

Það var þó Sigurður Bjartur Hallsson sem gerði fyrsta mark leiksins skömmu eftir leikhlé. Hann skoraði eftir laglegt einstaklingsframtak og var heppinn að skot hans fór af varnarmanni og breytti um stefnu.

Eyjamenn fundu jöfnunarmarkið á 63. mínútu þegar Jonathan Glenn skoraði með skalla eftir langa sókn Eyjamanna. Jose Sito átti fyrirgjöfina frá vinstri kanti.

Bæði lið fengu færi á lokakaflanum en Glenn fékk besta færið. Vladan Djogatovic átti stórleik á milli stanga heimamanna og varði.

Lokatölur urðu því 1-1 og bæði lið fá stig í toppbaráttunni. Eyjamenn fara eflaust svekktir heim en þeir eru í fjórða sæti, fjórum stigum fyrir ofan Grindavík.

Grindavík 1 - 1 ÍBV
1-0 Sigurður Bjartur Hallsson ('49)
1-1 Jonathan Glenn ('63)

Sjá textalýsingu

Á Akureyri komust Þórsarar yfir í mikilvægum heimaleik gegn Keflavík. Alvaro Montejo kom heimamönnum yfir og færðist mikill hraði í leikinn í kjölfarið.

Bæði lið ógnuðu en Joey Gibbs jafnaði eftir aukaspyrnu á 31. mínútu. Fimm mínútum síðar kom Nacho Heras gestunum yfir í kjölfar hornspyrnu. Nacho skallaði boltann í netið eftir laglega fyrirgjöf Kian Williams.

Á þessum kafla leiksins virtist allt enda með marki fyrir Keflvíkinga og gerði Joey sitt annað mark rétt fyrir leikhlé. Hann skoraði þá eftir varnarmistök Hermanns Helga Rúnarssonar, sem mistókst að hreinsa frá undir pressu frá Kian.

Síðari hálfleikur einkenndist af mikilli baráttu en það var lítið um færi. Heimamenn komust næst því að minnka muninn þegar sending Nacho aftur á Sindra Kristinn Ólafsson í markinu skoppaði yfir fót Sindra og hefði endað í netinu ef ekki fyrir snögg viðbrögð Sindra sem bjargaði sjálfsmarki.

Sanngjarn sigur Keflvíkinga því staðreynd. Keflavík er í öðru sæti Lengjudeildarinnar. Þór situr eftir um miðja deild, °þó aðeins fimm stigum frá toppbaráttunni.

Þór 1 - 3 Keflavík
1-0 Alvaro Montejo ('17)
1-1 Joey Gibbs ('31)
1-2 Nacho Heras ('36)
1-3 Joey Gibbs ('45)

Sjá textalýsingu

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner