Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 07. september 2020 20:39
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin A-deild: Ítalía hafði betur í Hollandi
Barella og Jorginho byrjuðu saman á miðjunni.
Barella og Jorginho byrjuðu saman á miðjunni.
Mynd: Getty Images
Kamil Grosicki skoraði og lagði upp í sigri Pólverja.
Kamil Grosicki skoraði og lagði upp í sigri Pólverja.
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fóru fram í A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld þar sem Holland tók á móti Ítalíu í stórleik á meðan Bosnía og Pólland áttust við.

Ítalir, sem gerðu óvænt jafntefli við Bosníu á föstudaginn, mættu ferskir til leiks og voru mun betri heldur en heimamenn. Roberto Mancini landsliðsþjálfari Ítala gerði sjö breytingar á byrjunarliðinu eftir jafnteflið gegn Bosníu. Hollendingar gerðu aðeins eina breytingu eftir sigur gegn Póllandi.

Staðan var markalaus þar til undir lok fyrri hálfleiks þegar Nicoló Barella, miðjumaður Inter, skoraði með laglegum skalla eftir flottan bolta frá Ciro Immobile, markahæsti leikmanni Evrópu á síðustu leiktíð. Ítalir verðskulduðu forystuna enda áttu þeir 10 marktilraunir gegn 3 í fyrri hálfleik.

Síðari hálfleikurinn var jafnari en Ítalir gerðu vel að halda hreinu og sigla mikilvægum sigri í höfn. Ítalía er með fjögur stig eftir tvær umferðir á meðan Holland er með þrjú stig.

Holland 0 - 1 Ítalía
0-1 Nicoló Barella ('45)

Þá höfðu Pólverjar betur eftir að hafa lent undir gegn vængbrotnu liði Bosníu, sem var án Miralem Pjanic og með Edin Dzeko á bekknum.

Bosnía komst yfir í fyrri hálfleik en Kamil Glik náði að jafna skömmu fyrir leikhlé. Kamil Grosicki gerði sigurmark Pólverja í síðari hálfleik, skömmu eftir innkomu Dzeko af bekknum.

Heimamenn leituðu að jöfnunarmarki en fundu ekki og niðurstaðan 1-2 sigur Pólverja.

Pólland er með þrjú stig eftir tvær umferðir. Bosnía er með eitt stig.

Bosnía 1 - 2 Pólland
1-0 Haris Hajradinovic ('24, víti)
1-1 Kamil Glik ('45)
1-2 Kamil Grosicki ('67)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner