Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. september 2022 23:30
Aksentije Milisic
Benzema frá í þrjár vikur
Mynd: EPA

Karim Benzema, sóknarmaður Real Madrid, þurfti að yfirgefa völlinn eftir um hálftíma leik í gær þegar Real Madrid vann 3-0 útisigur á Celtic í Meistaradeild Evrópu.


Benzema, sem er aðalmaðurinn hjá Real Madrid, er að glíma við vöðvameiðsli og talið er að þessi meiðsli muni halda honum frá vellinum í um þrjár vikur.

Benzema rölti af velli í gær en það sást á svipnum á Frakkanum að eitthvað var ekki í lagi.

Real Madrid hefur farið frábærlega af stað á þessari leiktíð með Benzema fremstan í flokki en liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína í La Liga deildinni á Spáni.

Vinicius, Luka Modric og Eden Hazard skoruðu mörkin í síðari hálfleiknum í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner