Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 07. september 2022 21:11
Aksentije Milisic
Besta deildin: Víkingur niðurlægði Leikni og skoraði níu mörk
Pablo komst á blað í dag eins og margir aðrir.
Pablo komst á blað í dag eins og margir aðrir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur R. 9 - 0 Leiknir R.
1-0 Ari Sigurpálsson ('15 )
2-0 Júlíus Magnússon ('21 )
3-0 Erlingur Agnarsson ('33 )
4-0 Logi Tómasson ('35 )
5-0 Ari Sigurpálsson ('44 )
6-0 Helgi Guðjónsson ('46 )
7-0 Birnir Snær Ingason ('56 )
8-0 Pablo Oshan Punyed Dubon ('69 )
9-0 Danijel Dejan Djuric ('75 )

Lestu um leikinn


Víkingur og Leiknir áttust við í Bestu deildinni í kvöld en þetta var frestaður leikur frá því fyrr í sumar.

Leikurinn í kvöld á Víkingsvelli var ótrúlegur en heimamenn unnu leikinn með hvorki fleiri né færri en níu mörkum.

Staðan var 5-0 í hálfleik en Ari Sigurpálsson gerði tvennu í honum. Hin mörkin í fyrri hálfleikunm skoruðu Erlingur Agnarsson, Logi Tómasson og Júlíus Magnússon.

Víkingar slökuðu ekkert á, langt því frá, en liðið bætti við fjórum mörkum í síðari hálfleiknum. Helgi Guðjónsson, Birnir Snær Ingason, Pablo Punyed og Danijel Dejan Djuric skoruðu mörkin.

„Víkingarnir eru ekkert hættir!! Pablo Punyed vinnur boltann við teigi Leiknis og kemur boltanum á Djuric sem setur boltann örugglega framhjá Viktori Frey.
Uppspilið hjá Leiknismönnum ekki að ganga í kvöld," skrifaði Anton Freyr Jónsson um níunda markið í beinni textalýsingu.

Víkingur er í öðru sæti deildarinnar, níu stigum á eftir Breiðablik en liðið hefur nú skorað flest mörk í deildinni.

Leiknir er í neðsta sætinu og hefur nú fengið á sig flest mörkin í Bestu deildinni til þessa.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner