mið 07. september 2022 09:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrír stjórar strax orðaðir við Chelsea
Mynd: EPA
Thomas Tuchel var í morgun rekinn frá Cheslsea og félagið er nú í stjóraleit.

Það er strax byrjað að orða menn við starfið og eru þrír sagðir líklegri en aðrir.

Graham Potter, stjóri Brighton, er sagður ofarlega á blaði og er búist við því að Chelsea óski eftir því við Brighton að fá að ræða við Potter um þann möguleika að hann taki við.

Þá eru þeir Mauricio Pochettino, sem rekinn var frá PSG í sumar, og Zinedine Zidane, sem hætti hjá Real Madrid vorið 2021 einnig á lista hjá Sky Sports. Þeir eru báðir án starfs sem stendur.

Ef veðbankar eru skoðaðir þá eru Brendan Rodgers hjá Leicester og Roberto Mancini, þjálfari ítalska landsliðsins, ofarlega á lista.
Athugasemdir
banner
banner