Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 07. september 2022 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Walsh til Barcelona (Staðfest) - Harder ánægð að vera ekki lengur sú dýrasta
Walsh
Walsh
Mynd: Getty Images
Harder
Harder
Mynd: EPA
Keira Walsh er orðin leikmaður Barcelona or keypt á metuppæð frá Manchester City.

Barcelona greiðir ríflega 400 þúsund pund fyrir Walsh sem er 25 ára miðjumaður. Walsh er annar enski leikmaðurinn sem fer frá til City til Barcelona í sumar því Lucy Bronze fór þangað í júní. Þær urðu báðar Evrópumeistarar með enska landsliðinu í sumar.

Walsh skrifar undir þriggja ára samning við Barcelona.

Hún verður með þessum skiptum dýrasta fótboltakona í heimi. Áður var Pernille Harder dýrust en Chelsea keypti hana á um 250 þúsund pund frá Wolfsburg fyrir tveimur árum.

Harder hefur tjáð sig um skiptin. „Það er gott fyrir kvennaboltann að upphæðirnar hækki. Ég er glöð að þær séu að fara hækkandi. Það er það sem ég vildi. Ég vildi byrja eitthvað nýtt," sagði Harder. Oftast hafa leikmenn kvennamegin farið á frjálsri sölu þar sem samningar þeirra renna út.

„Það er góð þróun fyrir kvennaboltann að leikmenn þurfi ekki að láta samninga sína renna út. Þær geta verið seldar og félögin geta fengið eitthvað fyrir leikmennina, það er þróun," sagði Harder.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner