Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   lau 07. september 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Félagaskiptin í hættu vegna myndbands á TikTok - Farðaður og í fötum af kærustunni
Mynd: EPA
Óvenjuleg staða er komin upp hjá rússneska félaginu Spartak Moskvu en stuðningsmenn félagsins og stjórnmálamenn í Rússlandi vilja að félagið hætti við að fá portúgalska vinstri bakvörðinn Ricardo Mangas frá Vitoria Guimaraes.

Þannig er mál með vexti að Spartak hefur síðustu daga verið í viðræðum við Vitoria um Mangas.

Mangas, sem er 26 ára gamall, á að ferðast til Moskvu um helgina til að ganga frá skiptunum, en þau eru komin í uppnám eftir að kærasta leikmannsins birti myndband af honum á TikTok.

Þar sést leikmaðurinn farðaður og klæddur í föt kærustunnar, eitthvað sem hefur ekki fallið í kramið hjá Rússunum.

Stjórnmálamenn í Rússlandi vilja meina honum aðgang til landsins og þá hafa stuðningsmenn kallað eftir því að Spartak hætti við að fá hann til félagsins.

Þrátt fyrir alla þessa ólgu er talið líklegra en ekki að hann verði keyptur á næstu dögum sem verður mörgum Rússum ekki til mikillar hamingju.


Athugasemdir
banner
banner
banner