banner
   mið 07. október 2020 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 20. umferð: Stýrði spilinu eins og herforingi
Nacho Gil (Vestri)
Lengjudeildin
Nacho í leik með Vestra í sumar gegn sínum gömlu félögum.
Nacho í leik með Vestra í sumar gegn sínum gömlu félögum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Nacho er á sínu fyrsta tímabili með Vestra.
Nacho er á sínu fyrsta tímabili með Vestra.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Vestri fagnar marki í sumar.
Vestri fagnar marki í sumar.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Nacho Gil, leikmaður Vestra, er leikmaður 20. umferðar í Lengjudeildinni eftir frábæra frammistöðu í 3-1 útisigri á ÍBV.

„Nacho stýrði spilinu eins og herforingi í dag. Hann gerði virkilega vel í að koma boltanum upp völlinn og í hættuleg svæði. Hann skoraði síðasta markið og setti síðasta naglann í kistu Eyjamanna, mögnuð spyrna, viðstöðulaust eftir flotta sendingu. Nacho reynst Eyjamönnum erfiður í sumar, skorað fjögur mörk á 180 mínútum," skrifaði Guðmundur Tómas Sigfússon um Nacho í skýrslu sinni.

Sjá einnig:
Lið 20. umferðar: Vestri vann ÍBV og á flesta í liðinu

„Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik. Við biðum eftir þeim, beittum skyndisóknum og náðum líka að halda boltanum inn á milli. Það var gott jafnvægi í þessu hjá okkur og það gerði það að verkum að við vorum 2-1 yfir í hálfleik. Við skoruðum snemma í seinni hálfleik og náðum að hafa nægilega stjórn á leiknum eftir það. Þetta var góð frammistaða hjá liðinu," segir Nacho.

„Ég var ánægður með mína eigin frammistöðu. Ég, Dani og Gabri gerðum vel inn á miðjunni sem setti okkur í stöðu til að stjórna leiknum og vera rólegir á boltann. Ég náði líka að leggja mitt af mörkum í sigrinum með því að skora þriðja markið. Ég er mjög ánægður."

Vestri komst upp úr 2. deild í fyrra en liðið hefur átt mjög gott tímabil og er í sjöunda sæti með 29 stig, einu stigi minna en ÍBV.

„Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir okkur. Við náðum ekki að spila marga undirbúningsleiki á þessu sérstaka undirbúningstímabili og við vorum í vandræðum til að byrja með. Um leið og við fórum að þekkja betur inn á hvorn annan þá fóru hlutirnir að ganga betur."

„Að mínu mati hefðum við getað átt betra tímabil en við höfum náð að gefa öllum liðum leik, sem er mikilvægt sem nýtt lið í þessari deild."

Nacho er á sínu þriðja tímabili á Íslandi. Hann spilaði tvö tímabil með Þór á Akureyri og er núna á fyrstu leiktíð sinni með Vestra.

„Ég nýt þess að spila á Íslandi. Landið er mjög rólegt og það er fagmennska í félögunum. Vellirnir eru líka góðir. Þetta er gott land þar sem þú getur notið þess að spila fótbolta."

Verður Nacho áfram í Vestra á næstu leiktíð?

„Það er eitthvað sem ég verð að skoða. Ég er mjög ánægður hérna en markmið mitt sem fótboltamaður er alltaf að reyna að spila í bestu deildunum. Ég væri til í að fá tækifæri til þess að spila í Pepsi. Ég hef verið að stefna að því í nokkurn tíma," segir Nacho Gil, leikmaður 20. umferðar Lengjudeildarinnar.

Bestir í fyrri umferðum:
Bestur í 1. umferð: Fred Saraiva (Fram)
Bestur í 2. umferð: Bjarki Þór Viðarsson (Þór)
Bestur í 3. umferð: Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Bestur í 4. umferð: Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
Bestur í 5. umferð: Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
Bestur í 6. umferð: Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
Bestur í 7. umferð: Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)
Bestur í 8. umferð: Albert Hafsteinsson (Fram)
Bestur í 9. umferð: Harley Willard (Víkingur Ó.)
Bestur í 10. umferð: Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
Bestur í 11. umferð: Joey Gibbs (Keflavík)
Bestur í 12. umferð: Joey Gibbs (Keflavík)
Bestur í 13. umferð: Oliver Heiðarsson (Þróttur R.)
Bestur í 14. umferð: Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Bestur í 16. umferð: Alexander Már Þorláksson (Fram)
Bestur í 17. umferð: Vladan Djogatovic (Grindavík)
Bestur í 18. umferð: Jón Jökull Hjaltason (ÍBV)
Bestur í 19. umferð: Nacho Heras (Keflavík)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner