þri 29. september 2020 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 18. umferð: Var hluti af öflugum árgangi AGF í Danmörku
Jón Jökull Hjaltason (ÍBV)
Lengjudeildin
Jón Jökull í leik með 2. flokki ÍBV.
Jón Jökull í leik með 2. flokki ÍBV.
Mynd: Úr einkasafni
ÍBV fagnar marki í sumar. Liðið er sem stendur sex stigum frá öðru sæti.
ÍBV fagnar marki í sumar. Liðið er sem stendur sex stigum frá öðru sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Jón Jökull Hjaltason átti stórgóðan leik fyrir ÍBV í 3-0 sigri gegn Þrótti Reykjavík á dögunum og er hann leikmaður 18. umferðarinnar í Lengjudeild karla.

Í skýrslu sinni frá leiknum skrifaði Hilmar Jökull Stefánsson um Jón Jökul: „Hann spilaði á miðjunni og var duglegur að tengja spilið upp úr vörninni við bæði sóknarmenn og kantmenn. Skoraði, lagði upp og hélt hreinu, væntanlega helvíti sáttur með sína frammistöðu þessi ungi Eyjapeyji."

Sjá einnig:
Lið 18. umferðar: Leiknir R. og Fram eiga þrjá hvort

„Mér fannst þetta mjög góður leikur hjá okkur. Sérstaklega í seinni hálfleik náðum við að stjórna leiknum bæði með boltann og í pressunni. Við erum búnir að spila vel undanfarna leiki, en loksins skilaði það sigri," segir Jón Jökull um leikinn gegn Þrótti.

Um sína eigin frammistöðu í leiknum segir hann: „Já, ég var sáttur með hana. Ég reyndi að gera einföldu hlutina vel og sinna mínu verkefni á miðjunni. Og auðvitað var það gaman að skila einhverju sóknarlega þegar tækifærið bauðst."

Jón Jökull er á 19. aldursári en hann hefur búið í Danmörku næstum allt sitt líf. Hann var áður á mála hjá AGF í Árósum.

„Mér var boðið á reynslu hjá akademíunni í AGF þegar ég var 12 ára, og spilaði þar í sjö ár. Þessi ár gáfu mér mikla fótboltareynslu enda var ég þar hluti af öflugum árgangi þar sem við unnum U17 Danmerkur-meistaratitillinn tvö ár í röð. Árið 2019 lenti eg því miður í krossbandssliti og síðasta árið mitt hjá AGF U19 liðinu fór þess vegna að mestu leyti í endurhæfingu. Ég kom úr AGF mjög hungraður í að spila aftur fótbolta á fullu. Ég var því mjög spenntur að ganga til liðs við ÍBV Í sumar."

Hvernig myndi Jón Jökull lýsa sér sem leikmanni? Ég myndi segja að ég sé miðjumaður sem reynir að tengja leikinn vel og vinna í báðar áttir."

ÍBV er eftir sigurinn á Þrótti sex stigum frá öðru sætinu þegar liðið á fjóra leiki eftir. „Já, við eigum ennþá möguleika," segir miðjumaðurinn ungi.

„Þótt við hefðum auðvitað viljað vera nær þessum efstu sætum í lokin, þá höfum við verið ad spila vel upp á síðkastið og verðum bara ad einbeita okkur að vinna það sem eftir er. Það hefur margt merkilegra gerst í fótbolta," segir Jón Jökull Hjartason, leikmaður 18. umferðar Lengjudeildarinnar.

Í dag verður 19. umferð deildarinnar leikin í heild sinni.

Leikir dagsins:
15:30 Þór-Afturelding (Þórsvöllur)
15:45 Keflavík-ÍBV (Nettóvöllurinn)
15:45 Vestri-Fram (Olísvöllurinn)
15:45 Grindavík-Víkingur Ó. (Grindavíkurvöllur)
17:00 Leiknir F.-Leiknir R. (Fjarðabyggðarhöllin)
18:00 Þróttur R.-Magni (Eimskipsvöllurinn)

Bestir í fyrri umferðum:
Bestur í 1. umferð: Fred Saraiva (Fram)
Bestur í 2. umferð: Bjarki Þór Viðarsson (Þór)
Bestur í 3. umferð: Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Bestur í 4. umferð: Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
Bestur í 5. umferð: Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
Bestur í 6. umferð: Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
Bestur í 7. umferð: Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)
Bestur í 8. umferð: Albert Hafsteinsson (Fram)
Bestur í 9. umferð: Harley Willard (Víkingur Ó.)
Bestur í 10. umferð: Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
Bestur í 11. umferð: Joey Gibbs (Keflavík)
Bestur í 12. umferð: Joey Gibbs (Keflavík)
Bestur í 13. umferð: Oliver Heiðarsson (Þróttur R.)
Bestur í 14. umferð: Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Bestur í 16. umferð: Alexander Már Þorláksson (Fram)
Bestur í 17. umferð: Vladan Djogatovic (Grindavík)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner