Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 23. september 2020 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 17. umferð: Lífið á Íslandi er fallegt
Vladan Djogatovic (Grindavík)
Lengjudeildin
Vladan Djogatovic.
Vladan Djogatovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vladan er á sínu öðru tímabili með Grindavík.
Vladan er á sínu öðru tímabili með Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Vladan Djogatovic er leikmaður 17. umferðar í Lengjudeildinni. Hann átti stórleik fyrir Grindavík í 2-1 sigri gegn Fram.

„Bjargaði sínum mönnum margoft í kvöld," skrifaði Ármann Örn Guðbjörnsson í skýrslu sinni um frammistöðu markvarðarins.

Sjá einnig:
Lið 17. umferðar: Gibbs í sjöunda sinn og Vuk í sjötta sinn

„Þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur, gegn Fram sem er mjög gott lið. Við undirbjuggum okkur og leikgreindum andstæðinginn vel. Þetta var góður fótboltaleikur og það var mikið af færum. Lykillinn að þessum sigri fannst mér hvað við vildum þrjú stigin mikið, og það að við vildum sanna að við værum eitt besta lið deildarinnar," segir Vladan.

„Þetta var frábær leikur fyrir mig. Ég hafði nóg að gera en við náðum að lokum að landa sigrinum. Það mikilvægasta er að taka stigin."

Vladan, sem er 35 ára og frá Serbíu, er á sínu tímabili í Grindavík. Hann var einn besti markvörður Pepsi Max-deildarinnar í fyrra en náði samt ekki að koma í veg fyrir fall Grindavíkurliðsins úr deildinni. Hann ákvað þrátt fyrir fallið að halda tryggð við Grindavík.

„Ég átti mjög gott tímabil á síðasta ári og ég er líka ánægður með þetta tímabil. Ég ákvað að vera áfram í Grindavík því allt fólkið þar kemur vel fram við mig. Grindavík er fallegur bær og Reykjavík er nálægt. Ég gat farið annað en ég ákvað að vera áfram. Samningur minn rennur út eftir þetta tímabil og við sjáum til hvað gerist í framtíðinni."

Vladan kann vel við lífið á Íslandi. „Lífið á Íslandi er fallegt," segir hann.

„Þetta er mjög fallegt land og fólkið er mjög vingjarnlegt. Ég vil vera hér áfram í langan tíma. Það eru margir fallegir staðir á Íslandi og það er ekkert skrýtið að Ísland sé vinsæll áfangastaður hjá ferðamönnum."

Grindavík er eftir sigurinn á Fram í sjötta sæti með 26 stig, sjö stigum frá öðru sætinu. Grindavík á leik til góða. Hvað finnst Vladan um möguleika síns liðs á að fara upp?

„Við eigum enn möguleika á að fara upp í Pepsi Max og við eigum það skilið. Við höfum tapað mörgum stigum á ótrúlegan hátt, en það eru sex leikir eftir og við munum gera okkar besta til að vinna þá alla. Þegar mótið er búið sjáum við hvort það verður nóg," sagði Vladan Djogatovic, markvörður Grindavíkur.

Bestir í fyrri umferðum:
Bestur í 1. umferð: Fred Saraiva (Fram)
Bestur í 2. umferð: Bjarki Þór Viðarsson (Þór)
Bestur í 3. umferð: Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Bestur í 4. umferð: Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
Bestur í 5. umferð: Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
Bestur í 6. umferð: Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
Bestur í 7. umferð: Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)
Bestur í 8. umferð: Albert Hafsteinsson (Fram)
Bestur í 9. umferð: Harley Willard (Víkingur Ó.)
Bestur í 10. umferð: Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
Bestur í 11. umferð: Joey Gibbs (Keflavík)
Bestur í 12. umferð: Joey Gibbs (Keflavík)
Bestur í 13. umferð: Oliver Heiðarsson (Þróttur R.)
Bestur í 14. umferð: Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Bestur í 16. umferð: Alexander Már Þorláksson (Fram)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner