mið 07. október 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Vítaspyrnukeppni möguleg á Laugardalsvelli á morgun
Fimm skiptingar
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikið verður til þrautar þegar Íslands og Rúmenía mætast í umspili um sæti á EM á Laugardalsvelli annað kvöld.

Leikurinn á morgun hefst 18:45 á Laugardalsvelli. Sigurliðið fer í hreinan úrslitaleik gegn Ungverjalandi eða Búlgaríu um laust sæti á EM alls staðar.

Ef staðan er jöfn eftir venjulegan leiktíma verður framlengt og ef ennþá er jafnt verður vítaspyrnukeppni.

„Maður veit aldrei hvað gerist. Við vonumst til að vinna leikinn og það skiptir ekki máli hvernig við vinnum hann," sagði Erik Hamren landsliðsþjálfari í síðustu viku en hann segist undirbúa liðið undir allt, þar á meðal vítaspyrnukeppni.

„Við erum vel undirbúnir og erum búnir að plana allt. Við reynum að vinna án framlengingar og vítaspyrnukeppni en það skiptir ekki máli hvernig við vinnum, það mikilvægasta er að vinna."

Fimm skiptingar verða leyfilegar í leiknum á morgun en þær má nota í þremur stoppum. Sjötta skiptingin bætist við ef framlengt verður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner