banner
   fös 07. október 2022 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arsenal hefur loksins fundið arftaka Vieira
Patrick Vieira í búningi Arsenal
Patrick Vieira í búningi Arsenal
Mynd: Getty Images

Crystal Palace og Chelsea áttust við í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Leikurinn lauk með 2-1 sigri Chelsea en Pierre Emerick Aubameyang og Conor Gallagher skoruðu mörkin.


Sæbjörn Steinke fór yfir leikinn í hlaðvarpsþættinum Enski Boltinn í vikunni með Arsenal mönnunum Alberti Hafsteinssyni og Kristni Guðbrandssyni. Hann spurði þá hvernig væri að sjá Aubameyang fyrrum leikmann Arsenal í Chelsea treyjunni.

„Mér er bara alveg sama um Aubameyang fyrir lífstíð sko, hann skiptir mig engu máli þessi maður," sagði Kristinn.

„Ég veit ekki af hverju en mér er eiginlega alveg sama hvort honum gangi illa eða vel," bætti Albert við.

Patrick Vieira stjóri Crystal Palace er goðsogn hjá Arsenal en Kristinn segir hann besta miðjumann deildarinnar frá upphafi. Sæbjörn spurði hvort liðið hafi loksins fundið arftaka hans í Thomas Partey.

Kristinn tók undir það og Albert bætti við að Diaby var nálægt því en meiðsli gerðu honum erfitt fyrir.


Enski boltinn - Ótrúlegur viðsnúningur og sjokkerandi á Etihad
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner