Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   mán 07. október 2024 13:00
Elvar Geir Magnússon
Vandræðalegt að hann hafi verið besti maður liðsins
Búlgarinn Dimitar Berbatov.
Búlgarinn Dimitar Berbatov.
Mynd: Getty Images
Aston Villa og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í nánast tíðindalausum leik í gær. United hefur nú farið í gegnum fimm leiki í röð án sigurs.

Jonny Evans var valinn maður leiksins og Dimitar Berbatov, fyrrum sóknarmaður United, segir að aðrir leikmenn liðsins eigi að skammast sín.

„Allir á vellinum ættu að skammast sín því það er vandræðalegt að 36 ára karlmaður hafi verið bestur," segir Berbatov.

„Gagnrýnin á Erik ten Hag mun bara aukast því United þarf að vinna leiki til að koma sér ofar. Liðið er í fjórtánda sæti sem er hreinlega ótrúlegt. Eins og liðið er að spila sér maður ekki marga sigra framundan."
Athugasemdir
banner
banner