Aston Villa og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í nánast tíðindalausum leik í gær. United hefur nú farið í gegnum fimm leiki í röð án sigurs.
Jonny Evans var valinn maður leiksins og Dimitar Berbatov, fyrrum sóknarmaður United, segir að aðrir leikmenn liðsins eigi að skammast sín.
Jonny Evans var valinn maður leiksins og Dimitar Berbatov, fyrrum sóknarmaður United, segir að aðrir leikmenn liðsins eigi að skammast sín.
„Allir á vellinum ættu að skammast sín því það er vandræðalegt að 36 ára karlmaður hafi verið bestur," segir Berbatov.
„Gagnrýnin á Erik ten Hag mun bara aukast því United þarf að vinna leiki til að koma sér ofar. Liðið er í fjórtánda sæti sem er hreinlega ótrúlegt. Eins og liðið er að spila sér maður ekki marga sigra framundan."
Athugasemdir