Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 07. nóvember 2019 11:05
Magnús Már Einarsson
Nýtt myndband af Kolasinac hræða mann með hníf
Tveir menn hafa játað sök um að hafa reynt að ræna Sead Kolasinac og Mesut Özil, leikmenn Arsenal, fyrir utan bifreið í London í júlí síðastliðnum.

Maður vopnaður hníf ógnaði Kolasinac en leikmaðurinn lét það ekki á sig fá.

Kolasinac hótaði að ráðast á hnífamanninn sem var þá ekki lengi að flýja af vettvangi. Özil og eiginkona hans voru inni í bíl á meðan þetta átti sér stað en ræningjarnir ætluðu að reyna úrum af leikmönnunum.

Lögreglan birti í gær nýtt sjónarhorn af myndbandi af árásinni en þar sést Kolasinac hrekja mennina í burtu.



Athugasemdir
banner